REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð nr. 563/1993, um endurgreiðslu vegna
virðisaukaskatts af neyslufiski.
1. gr.
1. mgr. 4. gr. orðast svo:
Endurgreiðsla vegna neyslufisks, sbr. 2. gr., skal vera eftirfarandi hlutfall af verði hans til fiskverslana, sbr. 1. mgr. 3. gr.:
a. 10,97% vegna sölutímabilsins janúar-maí 1994.
b. 5,49 % vegna sölutímabilsins júní-ágúst 1994.
c. 2,74% vegna sölutímabilsins september-nóvember 1994.
2. gr.
Í stað orðanna "öðlast gildi 1. janúar 1994 og gildir til 31. maí 1994" í 9. gr, kemur: gildir fyrir tímabilið 1. janúar 1994 til 30. nóvember 1994.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í ákvæði til bráðabirgða II í lögum nr. 122/1993, um breytingar í skattamálum og 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytið, 18. maí 1994.
F.h.r.
Jón H. Steingrímsson.
Margrét Gunnlaugsdóttir.