1. gr.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Fjárhæðir skv. 2. mgr. ná til alls kostnaðar tollstjóra vegna þjónustunnar, þ.m.t. aksturskostnaðar, og skal ekki innheimta sérstakt gjald vegna annarra kostnaðarliða.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 145. gr., sbr. 148. gr. tollalaga nr. 55/1987, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað.
Fjármálaráðuneytinu, 3. apríl 1998.
F. h. r.
Indriði H. Þorláksson.
Bergþór Magnússon.