Fjármálaráðuneyti

1/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr, 160/1990, um tímabundinn tollfrjálsan innflutning bifreiða og bifhjóla, sbr. reglugerð nr. 267/1991 um breytingu á henni. - Brottfallin

Reglugerð

um (7.) breytingu á reglugerð nr. 628/1999 um

 úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á grænmeti.

1. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi málsgrein:

Ef í gildi er leyfi til tímabundins tollfrjáls innflutnings ökutækis samkvæmt reglugerð þessari og ökutækið bilar eða verður fyrir tjóni, er eiganda þess eða umráðamanni heimilt að flytja inn varahluti í ökutækið án greiðslu tolls enda uppfylli hann skilyrði 7. gr. Tollstjóri getur áskilið staðfestingu, sem hann metur gilda, á því að varahlutirnir séu sendir til landsins til vðgerðar á viðkomandi ökutæki. Tollstjóri getur ennfremur, telji hann ástæðu til, áskilið að sett verði fullnægjandi trygging fyrir greiðslu lögboðinna aðflutningsgjalda af varahlutunum, verði endurútflutningur þeirra ekki staðfestur af tollyfirvöldum.

2. gr.

Aftan við orðin "samkvæmt heimild" í 18. gr. bætist: 6. og.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. tl. 1. mgr. sbr. 2. mgr. 6. gr. og 148. gr. tollalaga nr. 55/1987, til að öðlast gildi þegar í stað.

Fjármálaráðuneytinu, 2. janúar 1996

F.h.r.
Guðrún Ásta Sigurðardóttir

Bergþór Magnússon


Þetta vefsvæði byggir á Eplica