1.gr.
17. gr. reglugerðarinnar orðist svo
Tollyfirvald ákveður eftir að hafa leitað álits geymsluhafa, hve marga tollgæslumenn sé nauðsynlegt að hafa í tollvörugeymslu til að tryggja fullkomið eftirlit. Tollyfirvald ákveður einnig starfstíma þeirra þar og af hvaða starfsgráðu tollgæslumenn skuli vera.
Geymsluhafa ber að greiða ríkissjóði gjald fyrir vinnu og veru tol1gæslumanna í tollvörugeymslunni þann tíma sem hún er opin til afgreiðslu daglega svo og fyrir þá aukavinnu sem hann óskar eftir að unnin sé utan afgreiðslutíma eða nauðsynlegt er að framkvæmd sé utan afgreiðslutíma að dómi tollyfirvalds.
Gjald skv. 2. mgr. skal miða við tímakaup tollgæslumanns eins og það er á hverjum tíma að viðbættum launatengdum gjöldum.
Gjaldið reiknast fyrir hverja byrjaða klukkustund. Í tollvörugeymslum þar sem tollgæslumanns er þörf að staðaldri skal tollyfirvaldi heimilt eftir að hafa leitað álits geymsluhafa að ákveða eftirlitsgjald sem fasta mánaðargreiðslu.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 24. og 26. gr. laga nr. 47 11. júní 1960 um tollvörugeymslur o. fl. öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 194 10. júní 1968 um gjald fyrir tolleftirlit í tollvörugeymslum.
Fjármálaráðuneytið, 15. desember 1980.
Ragnar Arnalds.
Sigurgeir A. Jónsson.