REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð nr. 150/1996, um skráningu
virðisaukaskattsskyldra aðila.
1. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 1. gr. reglugerðarinnar:
Við 3. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Uppgjörsskýrslu skal skila eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir að lágmarksfjárhæð er náð.
2. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 7. gr. reglugerðarinnar:
a. 1. mgr. orðast svo:
Uppfylli aðili síðar skilyrði fyrir skráningu skv. 2. eða 4. gr., eða leggi fram tryggingu skv. 6. gr., er skattstjóra heimilt að skrá aðila afturvirkt til þess dags er tilkynning skv. 1. mgr. 1. gr. barst skattstjóra. Skilyrði fyrir afturvirkri skráningu er að um sömu starfsemi sé að ræða og að beiðni um afturvirka skráningu ásamt viðeigandi gögnum sé send skattstjóra í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Afturvirk skráning getur tekið til allt að tveggja ára.
b. Við bætist ný málsgrein er verður 3. mgr.:
Aðili skal skráður á virðisaukaskattsskrá fyrsta dag þarnæsta uppgjörstímabils eftir að skilyrði fyrir afturvirkri skráningu eru uppfyllt. Uppgjörstímabil vegna afturvirkrar skráningar nær frá tilkynningu skv. 1. mgr. 1. gr. til þess tímabils sem aðili er skráður skv. 1. málsl., en þó ekki lengra en tvö ár aftur í tímann. Skattuppgjör vegna afturvirkrar skráningar skal fara fram á reglulegum gjalddaga síðasta almenns uppgjörstímabils áður en aðili er skráður á virðisaukaskattsskrá. Sé um endurgreiðslu að ræða og skattstjóri getur ekki vegna aðstæðna skattaðila gert nauðsynlegar athuganir á gögnum þeim er skattuppgjör eða afturvirk skráning byggist á frestast hún til næsta reglulegs gjalddaga.
3. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 8. gr. reglugerðarinnar:
Orðin "samkvæmt lögum nr. 32/1991, um héraðsskóga," falla brott.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 5. og 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. júlí 1996.
Fjármálaráðuneytinu, 20. maí 1996.
F. h. r.
Hermann Jónasson.
Bergþór Magnússon.