Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 157/1994, um vörugjald.
Fyrir orðin "formúlu: Hlutfall = 1 - (100/(100+g))" í 1. mgr. 12. gr. komi: reiknireglu: Hlutfall = 100*(1 - (100/(100+g))).
Við 16. gr. bætist ný málsgrein er orðast svo:
Skattstjóra er heimilt að taka tímabundið á skrá aðila sem selja ógjaldskyldar vörur úr landi til lúkningar á verksamningi erlendis, enda þurfi þeir að greiða vörugjald hérlendis vegna þessarar starfsemi. Um uppgjör þeirra við ríkissjóð fer eftir reglum 11. gr. reglugerðarinnar.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytið, 5. ágúst 1994.
F.h.r.
Indriði H. Þorláksson
Jón H. Steingrímsson