Fjármálaráðuneyti

538/1997

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 445/1997, um tollafgreiðslu hraðsendinga. - Brottfallin

1. gr.

                Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:

                Fram til 1. október 1997 er heimilt að tollafgreiða hraðsendingar eftir þeim reglum sem giltu fyrir gildistöku reglugerðar þessarar, sbr. reglugerð nr. 327/1990.

                Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 8. gr. er heimilt að fullnaðartollafgreiða vöru, sem afhent hefur verið fyrir 1. janúar 1998, allt að fjórtán dögum eftir afhendingu hennar.

 

2. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 6. og 148. gr. tollalaga nr. 55/1987, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu.

 

Fjármálaráðuneytinu, 29. ágúst 1997.

 

F. h. r.

Indriði H. Þorláksson.

Bergþór Magnússon.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica