REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð nr. 356/1996, um vörugjald.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 3. gr. reglugerðarinnar:
a. 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Gjaldflokkar magngjalds, sbr. upptalningu tollskrárnúmera gjaldskyldrar vöru í A og B lið viðauka I við lög nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum, eru 8 kr./l og 10, 15, 20, 28, 30, 35, 40, 60 og 80 kr./kg.
b. Í stað orðanna "C-F lið" í 2. mgr. kemur: C-E lið.
c. 4. tölul. 2. mgr. fellur brott.
2. gr.
Í stað orðanna "C-F liðum" í 2. mgr. 5. gr. kemur: C-E liðum.
3. gr.
Í stað orðanna "C-F liðum" í 1. mgr. 8. gr. kemur: C-E liðum.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 13. gr. laga nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum, og öðlast gildi þegar í stað.
Fjármálaráðuneytinu, 6. maí 1997.
F. h. r.
Indriði H. Þorláksson.
Bergþór Magnússon.