Fjármálaráðuneyti

636/1999

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 247/1999, um einkennisbúninga, merki og búnað tollgæslunnar - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 247/1999, um einkennisbúninga,

merki og búnað tollgæslunnar.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 6. gr. reglugerðarinnar:

a. Á eftir orðunum "Sérhæfður tollvörður" í 1. málsl. 6. mgr. kemur: og flokkstjóri.

b. 2. málsl. 7. mgr. orðast svo: Á smeygum sem gerðir skulu úr svörtu efni skal vera þversum ein einkennisrönd 6 mm breið nær axlarbrún og önnur 3 mm breið nær kraga, ísaumaðar með gylltum tvinna.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 148. gr. tollalaga nr. 55/1987 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Breyting samkvæmt a-lið 1. gr. skal þó ekki koma til framkvæmda fyrr en gefin hefur verið út reglugerð um starfsheiti tollvarða skv. 2. mgr. 31. gr. tollalaga.

Fjármálaráðuneytinu, 30. september 1999.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Bergþór Magnússon.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica