1. gr.
17. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Geymsluhafa ber að greiða ríkissjóði gjald fyrir vinnu og eftirlit tollgæslumanna í tollvörugeymslum öðrum en almennum tollvörugeymslum, sbr. II. kafla, en um þær skulu gilda sömu reglur og um vinnu og tolleftirlit í almennum vörugeymslum farmflytjenda.
Gjald skv. 1. mgr. skal miða við tímakaup tollgæslumanns eins og það er á hverjum tíma að viðbættum launatengdum gjöldum. Gjaldið reiknast fyrir hverja byrjaða klukkustund.
2. gr.
Reglugerð þessi gildir frá og með 1. júní 1984.
Fjármálaráðuneytið, 27. júní 1984.
Albert Guðmundsson.
Höskuldur Jónsson.