Fjármálaráðuneyti

673/1998

Reglugerð um endurmenntun endurskoðenda. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um endurmenntun endurskoðenda.

1. gr.

            Endurskoðandi sem hefur ekki lagt inn réttindi sín sbr. 6. mgr. 7. gr. laga nr. 18/1997 um endurskoðendur skal á hverju þriggja ára tímabili sækja endurmenntun sem svarar til 90 eininga, sbr. 2. mgr. Heimilt er að víkja frá þessu ef sérstaklega stendur á samkvæmt ákvörðun ráðherra.

            Einingar skulu reiknaðar sem hér segir:

a          Fundir og námskeið á vegum Félags löggiltra endurskoðenda:

            Hálfsdags námskeið eða ráðstefnur                    7,5       einingar.

            Heilsdags námskeið eða ráðstefnur                    15        einingar.

            Önnur fagnámskeið og fræðslufundir                  1,5       eining á klst.

b          Námskeið um endurskoðun, reikningsskil og skattamál              1,5       eining á klst.

c          Önnur fagnámskeið                   1,25     einingar á klst.

d          Kennsla á háskólastigi og fyrirlestrar um endurskoðun, reikningsskil, skattamál og skyld efni                   1,25     einingar á klst.

e          Seta í stjórn og nefndum á vegum Félags löggiltra endurskoðenda          10        ein. á starfsár.

2. gr.

            Óski endurskoðandi eftir endurnýjun réttinda sinna, sbr. 1. mgr. 18. gr. laga nr. 18/1997, skal hann sýna fram á að hann hafi sinnt endurmenntun sbr. 1. gr.

3. gr.

            Endurskoðandi skal skrá þátttöku sína í námskeiðum eða fyrirlestrum á eyðublað sem Félag löggiltra endurskoðenda útbýr til notkunar við framkvæmd þessarar reglugerðar og skila því til skrifstofu Félags löggiltra endurskoðenda fyrir 31. janúar ár hvert.

            Félag löggiltra endurskoðenda heldur skrá yfir einingafjölda hvers endurskoðanda og tilkynnir ráðherra um þá sem uppfylla ekki ákvæði reglugerðar þessarar um endurmenntun.

            Endurskoðandi skal framvísa gögnum um þátttöku sína í námskeiðum sem veita einingar óski Félag löggiltra endurskoðenda eftir því. Verði endurskoðandi ekki við ósk félagsins um að framvísa umbeðnum gögnum skal það tilkynna það til ráðherra.

            Endurskoðandi greiðir allan kostnað vegna endurmenntunar sinnar samkvæmt reglugerð þessari.

4. gr.

            Verði ágreiningur um túlkun á reglugerð þessari sker ráðherra úr.

5. gr.

            Reglugerð þessi sem sett er með heimild í lögum um endurskoðendur nr. 18/1997 öðlast gildi 1. janúar 1999 og hefst þá fyrsta þriggja ára endurmenntunartímabilið.

            Þeir sem öðlast löggildingu eftir 1. janúar 1999 hefja endurmenntunartímabil sitt í byrjun næsta árs eftir löggildingu.

Fjármálaráðuneytinu, 12. október 1998.

Geir H. Haarde.

Tómas N. Möller.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica