Prentað þann 5. jan. 2025
456/1995
Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 395/1995, um breyting á reglugerð nr. 591/1987, um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu.
1. gr.
Við 2. gr. reglugerðar nr. 395/1995 bætist nýr málsliður svohljóðandi: Þeim aðilum sem greiða út atvinnuleysistryggingabætur er heimilt að fengnu samþykki ríkisskattstjóra að halda slíkum greiðslum tímabundið utan staðgreiðslu, þó eigi lengur en til og með 31. desember 1995.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 8. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytið, 22. ágúst 1995.
F. h. r.
Jón Guðmundsson.
Ragnheiður Snorradóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.