1. gr.
Við 31. gr. reglugerðarinnar bætist nà málsgrein sem orðast svo:
Nú lækkar fjárhæð vörugjalds frá því sem hún var upphaflega ákveðin, t.d. vegna þess að ökutækið hefur breytt um gjaldflokk við aðvinnslu eða skilyrði reglugerðarinnar til lækkunar eða niðurfellingar vörugjalds eru fyrir hendi. Skal þá jafnframt lækka, fella niður eða endurgreiða virðisaukaskatt af vörugjaldinu, þó einungis í þeim tilvikum er innflytjandi eða skráður eigandi hafa ekki getað dregið þegar ákvarðaðan virðisaukaskatt frá sem innskatt við virðisaukaskattsuppgjör.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 28. gr. laga nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti ofl., með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað.
Fjármálaráðuneytinu, 22. desember 1997.
F. h. r.
Indriði H. Þorláksson.
Bergþór Magnússon.