Fjármálaráðuneyti

592/2010

Reglugerð um meðferð og skiptingu óbeins kostnaðar við ákvörðun á skattfrádrætti vegna rannsóknar- og þróunarverkefna nýsköpunarfyrirtækja. - Brottfallin

1. gr.

Nýsköpunarfyrirtæki sem hlotið hafa staðfestingu Rannís samkvæmt lögum nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki eiga rétt á sérstökum skattfrádrætti, sbr. 10. gr. laganna. Skatt-frádrátturinn er ákvarðaður miðað við útlagðan kostnað vegna rannsóknar- og þróunarverkefna. Sá kostnaður sem frádrátturinn tekur mið af skal í öllum tilvikum uppfylla skilyrði 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

Við ákvörðun á skattfrádrætti nýsköpunarfyrirtækja er heimilt, auk beins kostnaðar, að reikna óbeinan kostnað sem fellur til vegna rannsóknar- og þróunarverkefna, með þeim hætti sem kveðið er á um í reglugerð þessari.

2. gr.

Óbeinn kostnaður sem heimilt er að taka tillit til við ákvörðun á skattfrádrætti nýsköpunar-fyrirtækja er sá kostnaður sem ekki er hægt að rekja beint til framleiðslu ákveðinnar vöru, efnis eða tækis, eða hefur fallið beint til vegna tiltekins verkefnis.

Byggist starfsemi nýsköpunarfyrirtækis einvörðungu á rannsóknum og þróun á einu tilteknu verkefni sem hlotið hefur staðfestingu Rannís telst að jafnaði allur kostnaður sem tengist verkefninu, enda falli hann undir 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, til beins kostnaðar og kemur þá ekki til skiptingar á óbeinum kostnaði samkvæmt reglugerð þessari.

Hafi nýsköpunarfyrirtæki með höndum rannsóknir og þróun á fleiri en einu verkefni, eða aðra starfsemi en varðar beint rannsóknar- og þróunarverkefni, skal beinum kostnaði vegna hvers verkefnis, og eftir atvikum rekstrarþáttar, haldið aðgreindum og óbeinn kostnaður ákvarðaður vegna hvers hluta um sig.

3. gr.

Óbeinan kostnað vegna launa sem rekja má til rannsóknar- og þróunarverkefnis er heimilt að reikna við ákvörðun á skattfrádrætti nýsköpunarfyrirtækja.

Heimilt er að færa til frádráttar sama hlutfall af óbeinum launum og bein laun vegna rann-sóknar- og þróunarverkefnis eru af heildarfjárhæð beinna launa í fyrirtækinu. Óbein laun í þessu samhengi eru t.d. laun vegna yfirstjórnar, starfsmannahalds, bókhalds og fjármálastjórnar. Kostnaður vegna markaðs- og sölustarfsemi kemur ekki til frádráttar vegna rannsóknar- og þróunarverkefna.

Heimilt er að færa til frádráttar sama hlutfall af launatengdum gjöldum og frádráttarbær bein laun og óbein skv. 2. mgr. eru af heildarfjárhæð launa í fyrirtækinu á viðkomandi reikningsári. Sama skal gilda um annan starfsmannatengdan kostnað.

4. gr.

Heimilt er að reikna fyrningu varanlegra rekstrarfjármuna sem eingöngu eru notaðir í þágu viðkomandi rannsóknar- og þróunarverkefnis að fullu við ákvörðun á skattfrádrætti. Fyrningu skal ákvarða í samræmi við ákvæði 33.-38. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Fyrningu rekstrarfjármuna sem notaður er að hluta fyrir rannsóknar- og þróunarverkefnið má færa hlutfallslega til frádráttar í samræmi við notkun. Liggja skal fyrir með aðgengilegum hætti hvernig hlutdeild í notkun var ákvörðuð. Ekki er heimilt að færa hluta af fyrningu rekstrarfjármunar til ákvörðunar á skattfrádrætti ef um óverulega og tilfallandi notkun í þágu viðkomandi rannsóknar- og þróunarverkefnis er að ræða. Þá er óheimilt að reikna til frádráttar gjaldfærslu skv. 39. gr. tekjuskattslaga.

5. gr.

Við ákvörðun á skattfrádrætti nýsköpunarfyrirtækja er heimilt að taka tillit til fjármagns-kostnaðar vegna áfallins kostnaðar af hverju rannsóknar- og þróunarverkefni. Fjármagnskostnaður í þessu sambandi skal vera sama hlutfall af heildarfjármagnskostnaði fyrirtækisins og meðaltal áfallins Nr. 592 2. júlí 2010

beins og óbeins kostnaðar af hverju rannsóknar- og þróunarverkefni var af meðalskuldastöðu fyrir-tækisins á árinu. Til fjármagnskostnaðar í þessu sambandi teljast vaxtagjöld, afföll og gengistap sem fellur undir 49. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

6. gr.

Hafi nýsköpunarfyrirtæki haldið kostnaðarbókhald áður en lög nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki tóku gildi þar sem óbeinum kostnaði var deilt niður á rannsóknar- og þróunar-verkefni er heimilt að miða við þannig ákvarðaðan kostnað við ákvörðun á skattfrádrætti. Heimild þessi er bundin því skilyrði að engin veruleg breyting hafi síðan verið gerð á meðferð og útdeilingu óbeins kostnaðar á verkefni og meðferð kostnaðar sé í samræmi við almennt viðurkenndar aðferðir við færslu slíks óbeins kostnaðar. Gögn þessi skulu liggja fyrir með aðgengilegum hætti.

7. gr.

Við ákvörðun á skattfrádrætti nýsköpunarfyrirtækja skal skipta öðrum óbeinum kostnaði en kveðið er sérstaklega á um í 3.-5. gr. reglugerðar þessarar sem að hluta til tengist rannsóknar- og þróunarverkefnum að réttri tiltölu miðað við beinan kostnað af hverju verkefni fyrir sig, og eftir atvikum hverjum rekstrarþætti fyrirtækisins fyrir sig.

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 2. júlí 2010.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica