Fjármálaráðuneyti

763/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 602/2005, um skilyrði undanþágu frá greiðslu olíugjalds. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 4. gr. reglugerðarinnar:

a) 6. mgr. orðist svo:

Með steypuhræribifreiðum í 6. tl. 1. mgr. 1. gr. er eingöngu átt við ökutæki með yfirbyggingu og tunnu ásamt áföstum búnaði til steypublöndunar og á skilgreining þessi því ekki við ökutæki með útskiptanlegum búnaði til steypublöndunar.

b) Orðið „vatns“ í 8. mgr. fellur brott.





2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. mgr. 4. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., öðlast þegar gildi.





Fjármálaráðuneytinu, 8. ágúst 2005.


F. h. r.

Baldur Guðlaugsson.
Lilja Sturludóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica