Fjármálaráðuneyti

439/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 449/1990, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði.

1. gr.

2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Húsfélög sem hafa kennitölu eiga rétt til endurgreiðslu vegna sameiginlegs kostnaðar við endur­bætur og viðhald húseignar félagsaðila.

2. gr.

Fyrirsögn III. kafla reglugerðarinnar verður: Um endurgreiðslu vegna verksmiðju­framleiddra íbúðarhúsa eða húseininga.

3. gr.

1. málsl. 9. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Rétt til endurgreiðslu samkvæmt ákvæðum þessa kafla eiga þeir sem framleiða hér á landi eða flytja inn verksmiðjuframleidd íbúðarhús eða húseiningar.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "4,65%" í a lið 1. mgr. kemur: 7,75%.
  2. Í stað "5,25%" í b lið 1. mgr. kemur: 8,75%.
  3. Í stað "3,75%" í c lið 1. mgr. kemur: 6,25%.
  4. 3. mgr. orðast svo: Sé verksmiðjuframleitt hús eða húseining afhent óuppsett skal endurgreiðsla nema 5,45% af söluverði að meðtöldum virðisaukaskatti.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. málsl. orðast svo: Endurgreiðsla fyrir hvert endurgreiðslutímabil skal taka til þeirra verksmiðjuframleiddra húsa eða húseininga sem afhent eru á tímabilinu.
  2. Orðin "vegna sölunnar" í 2. málsl. falla brott.

6. gr.

12. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Þeir sem eiga rétt á endurgreiðslu vegna verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa eða hús­eininga skulu eigi síðar en 15. dag næsta mánaðar eftir að endurgreiðslutímabili lýkur senda skattstjóra í því umdæmi þar sem þeir eiga lögheimili endurgreiðslubeiðni með greinargerð um fjölda afhentra íbúðarhúsa eða húseininga og verð.

7. gr.

1. málsl. 1. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Skattstjóri skal rannsaka endurgreiðslubeiðni og getur hann í því sambandi krafið aðila um framlagningu reikninga og annarra gagna, svo sem kaupsamning, lóðasamning og teikningar.

8. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 1. mgr. 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðis­auka­skatt, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 8. maí 2009.

F. h. r.
Indriði H. Þorláksson.

Ingvi Már Pálsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica