Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Fjármála- og efnahagsráðuneyti

1705/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 643/2018, um undirbúning, gerð og eftirfylgni samninga um framkvæmdir, rekstur og afmörkuð verkefni

1. gr.

25. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Fjársýsla ríkisins fer með hlutverk miðlægrar innkaupastofnunar á vegum ríkisins og veitir innkaupa­þjónustu í skilningi laga um opinber innkaup. Fjársýsla ríkisins annast einnig almenna fræðslu um opinber innkaup og veitir aðstoð og leiðbeiningar um útboð og samningsgerð vegna rekstrarverkefna sem heyra undir reglugerð þessa.

Sé eftir því leitað veitir Fjársýsla ríkisins fjármála- og efnahagsráðuneytinu umsögn um aðferðir við val á samningsaðila og um form og efni einstakra samninga á grundvelli reglugerðar þessarar.

Komi á samningstímanum upp ágreiningur um túlkun eða skilning á samningi og þeim skyldum sem hann mælir fyrir um veitir Fjársýsla ríkisins hlutaðeigandi ráðuneyti og verkkaupa ráðgjöf við lausn hans sé eftir því leitað.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 67. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015 og öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 16. desember 2024.

 

F. h. r.

Jón Gunnar Vilhelmsson.

Hrafn Hlynsson.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica