Prentað þann 27. mars 2025
981/2019
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 381/2019 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) 2019/460 frá 30. janúar 2019 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 648/2012 að því er varðar skrána yfir aðila sem njóta undanþágu skal gilda hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 101/2019 frá 11. apríl 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 18. júlí 2019, bls. 23. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 38/2019 frá 16. maí 2019, bls. 156-157.
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) 2019/565 frá 28. mars 2019 um breytingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2205, framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/592 og framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1178 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar daginn þegar stöðustofnunarskyldan tekur gildi fyrir tilteknar gerðir samninga skal gilda hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 103/2019 frá 11. apríl 2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 18. júlí 2019, bls. 25. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 38/2019 frá 16. maí 2019, bls. 160-162.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 15. gr. laga nr. 15/2018, um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, og öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 25. október 2019.
F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.
Guðmundur Kári Kárason.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.