Prentað þann 30. mars 2025
395/2018
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1106/2015, um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi, með síðari breytingum.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðsins "sex" kemur: tíu.
-
Við bætast fjórir stafliðir, sem verða a., e., f. og h., svohljóðandi, og breytist röð annarra stafliða samkvæmt því:
- Flokkur K0. Vöruúrval K0 vínbúða skal samanstanda af að minnsta kosti 50 vörum.
- Flokkur K4. Vöruúrval K4 vínbúða skal samanstanda af að minnsta kosti 400 vörum.
- Flokkur K5. Vöruúrval K5 vínbúða skal samanstanda af að minnsta kosti 500 vörum.
- Flokkur K7. Vöruúrval K7 vínbúða skal samanstanda af að minnsta kosti 700 vörum.
2. gr.
46. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Birgir skal taka til baka gallaða vöru. Um skil á gallaðri vöru fer eftir 50. gr. reglugerðar þessarar.
3. gr.
Fyrirsögn VII. kafla reglugerðarinnar orðast svo: Afhending, greiðslukjör og skil á vörubirgðum.
4. gr.
49. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Greiðslukjör og uppgjör.
ÁTVR greiðir birgi fyrir mótteknar vörur á síðasta degi mánaðar eða á næsta vinnudegi ef greiðsludag ber upp á frídag.
Við sérstakar aðstæður er ÁTVR heimilt, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., að greiða birgi fyrir vöru eftir sölu hennar úr verslun ÁTVR. Skal ÁTVR þá greiða birgi eigi síðar en á tíunda degi eftir lok sölumánaðar.
Þegar vara í kjarna- eða sérflokki fellur úr vöruvali skal ÁTVR selja upp mótteknar vörubirgðir. Þegar vara í reynslu- eða tímabilsflokki fellur úr vöruvali skal birgir taka til baka óseldar vörubirgðir. ÁTVR er þó heimilt að víkja frá framangreindum ákvæðum þegar sérstaklega stendur á. Um skil á vörubirgðum fer eftir 50. gr. reglugerðar þessarar.
5. gr.
Á eftir 49. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein ásamt fyrirsögn, svohljóðandi, og breytist númeraröð annarra greina samkvæmt því:
Skil á vörubirgðum.
Birgir skal sækja vörubirgðir eigi síðar en 30 dögum eftir að honum berst áskorun þess efnis frá ÁTVR. Við móttöku birgisins á vörubirgðunum skal hann, þegar við á, afhenda ÁTVR kreditreikning og/eða endurgreiða ÁTVR vörubirgðirnar. Bregðist birgir ekki við í samræmi við áskorun ÁTVR er heimilt að eyða vörubirgðum á kostnað birgis og krefja hann um endurgreiðslu þeirra.
6. gr.
3. mgr. 51. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
7. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 11. gr. laga nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 6. apríl 2018.
F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.
Steinar Örn Steinarsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.