1. gr.
Á eftir 4. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 4. gr. a., er orðast svo:
Hafi félag ákveðið að greiða arð í gegnum kerfi verðbréfamiðstöðvar skal allur arður sem félagið greiðir vera greiddur fyrir tilstilli verðbréfamiðstöðvar.
2. gr.
11. gr. reglugerðarinnar breytist svo:
3. gr.
2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Reikningsstofnun og verðbréfamiðstöð ber að taka við beiðni um eignarskráningu á venjulegum afgreiðslutíma alla virka vikudaga þó ekki á helgidögum, sbr. ákvæði laga um helgidagafrið.
4. gr.
2. málsl. 51. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Tengiliðurinn skal hafa lokið meistaraprófi (mag. jur.) eða embættisprófi (cand. jur.) í lögfræði.
5. gr.
2. mgr. 52. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
6. gr.
2. mgr. 53. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Jafnframt því að auglýsa innköllun tvisvar í Lögbirtingablaði ber útgefandi ábyrgð á því að birta auglýsingu um innköllun réttindanna í öðrum fjölmiðlum með áberandi hætti, s.s. í einu eða fleiri dagblöðum sem hafa víðtæka útbreiðslu á Íslandi og öðrum miðlum sem ástæða þykir til að nota svo upplýsingar um innköllun komist til eigenda útgefinna hlutabréfa í félaginu.
7. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 12. og 17. gr. laga nr. 131/1997 um rafræna eignarskráningu verðbréfa, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 2. mars 2015.
F. h. r.
Tómas Brynjólfsson.
Guðmundur Kári Kárason.