Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

463/2012

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1278/2011 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2012. - Brottfallin

1. gr.

Í stað lokamálsliðar 2. mgr. 11. gr. kemur:

Ráðstöfun 87,6 milljóna kr. til einstakra verkefna skal vera sem hér segir:

a) Kynbótaverkefni: 50,4 milljónir króna.
b) Til nýliðunar í stétt mjólkurframleiðanda: 25,0 milljónir króna.
c) Þróunarfé til rannsókna- og/eða þróunarverkefna í nautgriparækt: 12,2 milljónir króna.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til 31. desember 2012.

 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 25. maí 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Ása Þórhildur Þórðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica