1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Vextir af lánum Íbúðalánasjóðs, skv. 1.-6. og 8. tölul. 2. gr. þessarar reglugerðar ákveðast á sama hátt og vextir ÍLS-veðbréfa. Vextir af lánum til leiguíbúða, sbr. 7. tölul. 2. gr., geta verið fastir eða breytilegir, eins og nánar er kveðið á um í 41. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. reglugerðarinnar:
a. 5. mgr. verður svohljóðandi:
Lánstími lána samkvæmt þessum kafla skal vera allt að 50 árum og geta vextir verið fastir eða breytilegir. Stjórn Íbúðalánasjóðs skal við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert ákveða breytilega vexti en fastir vextir og vaxtaálag ákveðast á sama hátt og vextir ÍLS-veðbréfa.
b. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Íbúðalánasjóði er heimilt að bjóða þeim, sem afsala sér rétti til að greiða lán upp fyrir gjalddaga og til að greiða aukaafborganir af láni, lán samkvæmt þessum kafla með lægra vaxtaálagi en almennt býðst. Sé lán með lægra vaxtaálagi greitt upp fyrir lok lánstímans eða greiddar af því aukaafborganir skal greiða sérstaka þóknun til Íbúðalánasjóðs samkvæmt gjaldskrá Íbúðalánasjóðs. Um lánskjör fer að öðru leyti skv. 4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 16. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál, öðlast þegar gildi.