Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

109/2003

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um styrki og uppbætur Tryggingastofnunar ríkisins til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

a. 1. tölul. 2. mgr. fellur brott og breytast númer á öðrum töluliðum til samræmis við það.
b. Í 2. málsl. 4. mgr. fellur brott orðið "hennar" og í stað þess koma orðin "bifreiðarinnar eða hefur bifreiðina í rekstrarleigu til langs tíma."


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 33. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 2. mgr. 15. gr. laga nr. 118/1993, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað og kemur til framkvæmda 1. janúar 2003.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 21. febrúar 2003.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica