Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

117/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 359/2010, um meðferð krafna Íbúðalánasjóðs sem glatað hafa veðtryggingu, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað fjárhæðarinnar "6.500.000 kr." í 1. tölul. 3. mgr. kemur: 7.290.000 kr.
  2. Í stað fjárhæðanna "3.622.600 kr.", "4.791.180 kr." og "570.000" í 2. tölul. 3. mgr. kemur: 4.063.000 kr.; 5.374.000 kr. og 639.000 kr.
  3. Við 6. mgr. bætist: og skulu vera í heilum þúsundum króna. Þegar framangreind skilyrði leiða til þess að fjárhæðir skv. 3. mgr. hækka skal ráðherra breyta þeim með reglugerð.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 47. og 50. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlaðist gildi 1. janúar 2022.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 17. janúar 2022.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica