1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á viðauka I við reglugerðina:
EB-nr. | CAS-nr. | Efni | Mengunarmörk | Ath. | Nr. | |||
Fyrir 8 tíma | Þakgildi | |||||||
ppm | mg/m³ | ppm | mg/m³ | |||||
200-001-8 | 50-00-0 | Formaldehýð | 0,30 | 0,37 | 0,60 | 0,74 | H, K | |
200-849-9 | 75-21-8 | Etýlenoxíð | 1,0 | 1,8 | - | - | H, K | |
200-879-2 | 75-56-9 | 1,2-Epoxyprópan | 1,0 | 2,4 | - | - | K | |
201-167-4 | 79-01-6 | Trí-klóróetýlen | 10,0 | 54,7 | 30,0 | 164,1 | H, K | |
202-974-4 | 101-77-9 | 4,4'-Metýlendíanilín | - | 0,08 | - | - | H, K | |
203-444-5 | 106-93-4 | Etýlendíbrómíð | 0,1 | 0,8 | - | - | H, K | |
231-152-8 | 7440-43-9 | Kadmíum og ólífræn kadmíum efnasambönd, reiknað sem kadmíum (Cd) | - | 0,001 | - | - | K | 35), 36) |
231-250-7 | 7440-41-7 | Beryllíum og ólífræn beryllíum efnasambönd, reiknað sem beryllíum (Be) | - | 0,0002 | - | - | H, K | 35), 37), 38) |
Jarðefnaolíur, smurolíuúrgangur úr vélum með sprengihreyfli | - | - | - | - | H, K | |||
Blöndur fjölhringja arómatískra efna (PAH), sérstaklega ef þær innihalda bensópýren | - | - | - | - | H, K | |||
Reykur frá dísilvélum, reiknað sem kolefni (C) | - | 0,05 | - | - | K | 39) |
2. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 38. gr. og 3. mgr. 51. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/130 frá 16. janúar 2019 um breytingu á tilskipun ráðsins 2004/37/EB um verndun starfsmanna gegn áhættu vegna áhrifa af krabbameinsvöldum eða stökkbreytivöldum á vinnustað og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/983 frá 5. júní 2019 um breytingu á tilskipun 2004/37/EB um verndun starfsmanna gegn áhættu vegna áhrifa af krabbameinsvöldum eða stökkbreytivöldum á vinnustað, sem vísað er til í XVIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 110/2020, öðlast þegar gildi.
Félagsmálaráðuneytinu, 20. nóvember 2020.
Ásmundur Einar Daðason.
Bjarnheiður Gautadóttir.