Velferðarráðuneyti

458/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 465/2009, um mengandi lofttegundir og agnir frá brunahreyflum færanlegra véla sem notaðar eru utan vega. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðið "eimreiðar" í 5. mgr. fellur brott.
  2. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Heimilt er að veita gerðarviðurkenningu fyrir hreyfla með rafeindastýringu sem uppfylla þær kröfur sem um getur í I., II., III., V. og XIII. viðauka reglugerðar þessarar.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hreyflar sem settir eru á markað skv. 5. mgr. skulu vera með áföstum miða með áletruninni varahreyfill og tilvísun í viðkomandi undan­þágu.
  2. Orðið "og" á eftir A(i) í 5. mgr. fellur brott.
  3. Á eftir "A(ii)" í 5. mgr. bætist: og A(iii).

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar:

Á eftir orðunum "Viðaukar II-XV" kemur: auk viðbæta I og II við viðauka I.

Á eftir dagsetningunni "18. júlí 2008" kemur: EES-viðbætis við Stjórnartíðindi nr. 37, 27. júní 2013, EES-viðbætis við Stjórnartíðindi nr. 54, 25. september 2014 og EES-viðbætis við Stjórnartíðindi nr. 73, 4. desember 2014.

4. gr.

I. viðauki reglugerðarinnar fellur brott en í stað hans kemur nýr viðauki, I. viðauki, sem fylgir með reglugerð þessari.

5. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi og er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 3. gr., 34., 35., 38. og 47. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breyt­ingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins, til innleiðingar á tilskipun 2010/26/ESB um breytingu á tilskipun 97/68/EB um samræmingu laga aðildarríkjanna er varða aðgerðir gegn losun mengandi lofttegunda og agna frá brunahreyflum færanlegra véla sem ekki eru notaðir á vegum sem vísað er til í 1. lið a XXIV. kafla II. viðauka samnings um Evrópska efna­hags­svæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2013, tilskipun 2011/88/ESB um breytingu á tilskipun 97/68/EB að því er varðar ákvæði um hreyfla sem settir eru á markað samkvæmt sveigjanleikaáætluninni sem vísað er til í 1. lið a XXIV. kafla II. viðauka samnings um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 126/2014, og tilskipun 2012/46/ESB um breytingu á tilskipun 97/68/EB um samræmingu laga aðildarríkjanna er varða aðgerðir gegn losun mengandi lofttegunda og agna frá brunahreyflum færanlegra véla sem notaðar eru á vegum sem vísað er til í 1. lið a XXIV. kafla II. viðauka samnings um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 186/2014.

Velferðarráðuneytinu, 24. maí 2016.

Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica