1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðanna "á heimili sínu" kemur: þar sem það á heimili.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:
3. gr.
6. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
4. gr.
Við 7. gr. reglugerðarinnar bætast tvær nýjar málsgreinar, á eftir 1. mgr., sem verða 2. og 3. mgr. svohljóðandi:
Sé umsókn skv. 4. gr. samþykkt skulu umsækjandi og þjónustuaðili gera í sameiningu einstaklingsbundna þjónustuáætlun um hvernig sérstakur stuðningur verði veittur. Miðað skal við að gengið sé frá áætlun eins fljótt og kostur er og eigi síðar en tólf mánuðum frá því að umsókn berst sveitarfélagi. Þjónustuaðili, og sveitarfélag, ef það er ekki þjónustuveitandi, og notandi skulu árlega endurskoða áætlun með tilliti til þarfa viðkomandi.
Þess skal gætt að sjálfsákvörðunarréttur fólks sé virtur. Geti einstaklingur ekki talað fyrir sig sjálfur skal leita allra leiða til að öðlast skilning á því hver vilji hans er og í því skyni leitað til þeirra sem þekkja hann best. Þess sé gætt að viðkomandi njóti stuðnings aðstandanda eða persónulegs talsmanns við gerð áætlunarinnar.
5. gr.
11. gr., 3.-6. mgr. 12. gr., 13. gr. og V. kafli reglugerðarinnar falla brott.
6. gr.
2. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
7. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 10. gr. laga um málefni fatlaðs fólk, nr. 59/1992, tekur þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 29. apríl 2016.
Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.
Bolli Þór Bollason.