997/2015
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 170/2009 um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað "Kr. 300.000" í 1. tölul. kemur: 360.000 kr.
- Í stað "Kr. 600.000" í 2. tölul. kemur: 720.000 kr.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað "kr. 1.200.000" í 2. mgr. kemur: 1.440.000 kr.
- Í stað "1.200.000 kr." í 6. mgr. kemur: 1.440.000 kr.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:
- Við 3. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Er Tryggingastofnun heimilt að óska eftir áliti sjúkratryggingastofnunar á þörf umsækjanda fyrir hjálpartæki og bifreið.
- Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, sem verður 5. mgr. og orðast svo:
Að jafnaði skal ekki veittur styrkur vegna fatlaðra barna yngri en tíu ára. Í sérstökum tilfellum er heimilt að veita styrk vegna mikið fatlaðra barna yngri en tíu ára ef barnið þarf sannarlega sambærilega bifreið og fullorðinn einstaklingur í sambærilegri aðstöðu. Í þeim tilvikum skal m.a. horft sérstaklega til eðlis fötlunar barnsins, hvort að það sé óvenju hávaxið og/eða þungt miðað við aldur og hvort að barnið er óvenju háð fyrirferðarmiklum hjálpartækjum á meðan að það er í bifreiðinni.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 14. gr., sbr. 10. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum og öðlast gildi 1. nóvember 2015.
Velferðarráðuneytinu, 30. október 2015.
Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.
Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.