7. tölul. 36. gr. reglugerðarinnar, með síðari breytingum, fellur brott.
Við 41. gr. reglugerðarinnar, með síðari breytingum, bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr. og orðast svo:
Þegar sérþarfir væntanlegra leigutaka krefjast aukinnar sameignar hjá öldruðum, öryrkjum eða fötluðum er stjórn Íbúðalánasjóðs heimilt að taka tillit til sameignar við mat á lánshæfum byggingarkostnaði íbúða þeirra. Stjórn Íbúðalánasjóðs setur nánari reglur um framkvæmd þessa.
42. gr. reglugerðarinnar, með síðari breytingum, orðast svo:
Frá 1. júní 2003 er félögum og félagasamtökum óheimilt að selja leigjanda afnotarétt í viðkomandi íbúð.
Samningar um kaup á afnotarétti sem gerðir voru fyrir 1. júní 2003 halda þó gildi sínu. Um þá samninga gilda ákvæði 3. til 6. mgr.
Gjaldið má nema allt að 30% af samþykktum byggingarkostnaði eða kaupverði íbúðar samkvæmt viðmiðunum Íbúðalánasjóðs og takmarkast við eigið framlag umsækjanda af samþykktum byggingarkostnaði eða kaupverði íbúðar, sbr. 1. mgr. 39. gr.
Gerður skal skriflegur samningur um sölu afnotaréttar. Í samningnum skal kveðið á um réttindi og skyldur samningsaðila. Kvöð skal þinglýst á viðkomandi íbúð. Hafi leigjandi keypt afnotarétt skal hann jafnframt njóta lægri leigugreiðslna í samræmi við lækkaðan fjármagnskostnað á viðkomandi íbúð. Við lok samningstímans skal leigjandi fá endurgreiddan hlut sinn samkvæmt ákvæðum samnings.
Segi handhafi afnotaréttar upp leiguhúsnæði sínu skal hann jafnframt senda viðkomandi félagi eða félagasamtökum skriflega ósk um endurgreiðslu afnotaréttarins. Endurgreiðsla afnotaréttar skal fara fram eigi síðar en við rýmingu íbúðarinnar. Segi félag eða félagasamtök upp leigjanda sem hefur keypt afnotarétt í viðkomandi íbúð skal afnotaréttur endurgreiddur, samkvæmt ákvæðum samnings um leið og uppsagnarfresti samkvæmt húsaleigulögum, nr. 36/1994, lýkur.
Að öðru leyti en kveðið er á um í grein þessari skal leigjandi fá endurgreiddan hlut sinn í samræmi við samþykktir hlutaðeigandi félags eða félagasamtaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 16. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. júní 2003.