Félags- og tryggingamálaráðuneyti

1038/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, nr. 522/2004, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 1. mgr. 32. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:

Ef sérstaklega stendur á, svo sem vegna flutnings umsækjanda milli atvinnusvæða eða flutnings í ódýrari íbúð, er stjórn Íbúðalánasjóðs heimilt að víkja frá reglum um veðmörk fasteignar við veðlánaflutning, enda fari veðsetning ekki yfir 100% af matsverði eignar­innar.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 19. gr., 21. og 29. gr. laga um hús­næðis­mál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 21. desember 2009.

Árni Páll Árnason.

Óskar Páll Óskarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica