402/2009
Reglugerð um breytingu á reglugerð um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, nr. 522/2004, með síðari breytingum. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
11. gr. reglugerðarinnar, ásamt fyrirsögn, orðast svo:
Lán til byggingaraðila.
Lánveiting til byggingaraðila er háð því skilyrði að hann leggi fram ábyrgð frá viðurkenndri fjármálastofnun. Ábyrgðin verður að gilda þar til væntanlegur íbúðarkaupandi, sem Íbúðalánasjóður samþykkir, yfirtekur ÍLS-veðbréfið. Falli ábyrgð niður er heimilt að gjaldfella lánið.
Byggingaraðila er heimilt að yfirtaka tímabundið lán frá Íbúðalánasjóði sem hvílir á íbúð sem byggingaraðilinn tekur upp í íbúð sem hann er að selja. Jafnframt getur Íbúðalánasjóður heimilað veðlánaflutning lána Íbúðalánasjóðs yfir á íbúð í eigu byggingaraðila að fullnægðum skilyrðum 32. gr. um veðlánaflutning.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. reglugerðarinnar:
- Við 1. mgr. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi:
Einnig er heimilt að kaupa ÍLS-veðbréf sem gefið er út vegna lóðaframkvæmda, svo sem vegna hellulagnar og smíði sólpalla.
- Í stað orðanna "15 ár" í 2. mgr. kemur: 10 ár.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna "sex mánuðir" í 1. mgr. kemur: tólf mánuðir.
- Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, 4. mgr., svohljóðandi:
Þrátt fyrir skilyrði 1. mgr. er heimilt að afgreiða ÍLS-veðbréf áður en framkvæmdir hefjast, eða meðan á þeim stendur, og þá gegn áætlun skv. 2. mgr. Heimild Íbúðalánasjóðs til að afgreiða ÍLS-veðbréf áður en framkvæmdum er lokið er háð veðhæfni íbúðar samkvæmt almennum reglum sjóðsins, að teknu tilliti til framkvæmdanna, svo og að fyrir liggi gild ábyrgð fjármálastofnunar á láninu þar til Íbúðalánasjóður samþykkir lánveitingu þegar staðfesting um lok framkvæmda skv. 2. mgr. liggur fyrir.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað 2. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Lánstími ÍLS-veðbréfs samkvæmt þessum kafla getur verið 5, 10, 15, 20, 30 og 40 ár.
Um hámarkslánshlutfall og fjárhæðir lána fer eftir reglugerð um lánshlutfall og fjárhæðir ÍLS-veðbréfa.
- Fyrirsögnin verður Hámarkslánshlutfall, fjárhæðir og lánstími.
5. gr.
2. og 3. mgr. 30. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Íbúðalánasjóði er heimilt að synja um lánveitingu ef:
- kaupverð telst vera í verulegu ósamræmi við markaðsverð eða fasteignamat íbúðar eða
- hluti kaupverðs íbúðar er framlag seljanda til kaupanda.
Í þeim tilvikum sem um getur í a-b-lið 2. mgr. getur Íbúðalánasjóður þó falið sérstökum trúnaðarmönnum að meta markaðsverð íbúðar og byggt á því mati.
6. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 20., 21. og 29. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 22. apríl 2009.
Ásta R. Jóhannesdóttir.
Óskar Páll Óskarsson.