1161/2008
Reglugerð um breytingu á reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs nr. 458/1999, með síðari breytingum. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 51. gr. reglugerðarinnar:
- 1. mgr. orðast svo:
Til tryggingar lánum skv. 9. tölul. 2. gr. skal taka veð í undirliggjandi íbúðalánum. Skulu veðskuldabréfin árituð um veðsetninguna. Hafi veðskuldabréf áður verið veðsett verður það ekki lagt fram til tryggingar láni skv. 9. tölul. 2. gr.
- Orðin "úrræði Íbúðalánasjóðs ef eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækis fer undir 9%" í 2. mgr. falla brott.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 1. og 8. tölul. 9. gr., 16. gr., 28. gr. og 29. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál, öðlast þegar gildi.
Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 19. desember 2008.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Ágúst Geir Ágústsson.