Félags- og tryggingamálaráðuneyti

1161/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs nr. 458/1999, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 51. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. orðast svo:
    Til tryggingar lánum skv. 9. tölul. 2. gr. skal taka veð í undirliggjandi íbúðalánum. Skulu veðskuldabréfin árituð um veðsetninguna. Hafi veðskuldabréf áður verið veðsett verður það ekki lagt fram til tryggingar láni skv. 9. tölul. 2. gr.
  2. Orðin "úrræði Íbúðalánasjóðs ef eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækis fer undir 9%" í 2. mgr. falla brott.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 1. og 8. tölul. 9. gr., 16. gr., 28. gr. og 29. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál, öðlast þegar gildi.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 19. desember 2008.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Ágúst Geir Ágústsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica