Tekjustofnar og fjármál sveitarfélaga

1284/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 113/2003. - Brottfallin

Við reglugerðina bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða:

Þrátt fyrir ákvæði 9. tölul. 3. mgr. 13. gr. skal heildarfjárhæð sem varið skal til skólaaksturs úr dreifbýli ekki vera hærri en 795,5 m.kr. á árunum 2007 og 2008. Hlutfall annarra viðmiða í greininni hækkar sem því nemur.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 18. desember 2007.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Sesselja Árnadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica