Félags- og tryggingamálaráðuneyti

294/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 548/2006, um fjárhæð atvinnuleysistrygginga. - Brottfallin

1. gr.

Í stað "191.518 kr." í 1. gr. reglugerðarinnar kemur: 220.729 kr.

2. gr.

Í stað "5.446 kr." í 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 6.277 kr.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 33. gr. og 2. mgr. 36. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi 1. og 2. gr. reglugerðar nr. 1253/2007, um breytingu á reglugerð nr. 548/2006, um fjárhæð atvinnuleysistrygginga. Hækkun atvinnuleysistrygginga samkvæmt reglugerð þessari skal gilda frá 1. febrúar 2008. Jafnframt skal mismunur greiddra atvinnuleysisbóta fyrir febrúar og mars 2008 og þeirrar hækkunar sem reglugerð þessi kveður á um greiðast eigi síðar en 15. apríl 2008.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 19. mars 2008.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Bjarnheiður Gautadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica