1. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er hljóðar svo:
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 2. gr., er kveður á um heildarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna húsaleigubóta, mun ríkissjóður Íslands með vísan til samkomulags hans og Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 7. apríl 2008, greiða 60% af þeim heildarkostnaði sem leiða mun af hækkun húsaleigubóta og greiðslu sérstakra húsaleigubóta á grundvelli samkomulagsins.
Ákvæðið gildir til 31. mars 2010.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett á grundvelli 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Samgönguráðuneytinu, 3. júní 2008.
Kristján L. Möller.
Ragnhildur Hjaltadóttir.