1. málsl. 6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Íbúðabréf skulu gefin út sem framseljanleg rafrænt eignarskráð verðbréf.
9. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Áður en Íbúðalánasjóður veitir lán samkvæmt þessari reglugerð skal væntanlegur lántaki fá greiðslugetu sína metna í samræmi við reglur sem stjórn sjóðsins setur. Ef þau skilyrði eru ekki uppfyllt er sjóðnum heimilt að synja um lánveitingu.
Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. reglugerðarinnar:
a. | Í stað orðanna "eða fasteignaveðbréfs" í 1. mgr. kemur: eða annarra skuldabréfa í eigu Íbúðalánasjóðs. |
b. | Í stað orðanna "eða fasteignaveðbréf" í b-lið 2. mgr. kemur: eða annað skuldabréf í eigu Íbúðalánasjóðs. |
31. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Íbúðalánasjóður heimilar ekki nýja veðsetningu á undan ÍLS-veðbréfi nema getið sé um slíka veðsetningu í veðbréfinu. Koma þau lán til frádráttar hámarksfjárhæð.
Íbúðalánasjóði er heimilt að fallast á veðsetningu á undan öðrum áhvílandi lánum sjóðsins en ÍLS-veðbréfum, svo fremi sem sameiginleg uppreiknuð fjárhæð eftirstöðva lánsins og nýs láns er ekki hærri en hámarkslán Íbúðalánasjóðs á hverjum tíma, hún rúmist innan matsverðs eignarinnar og brunabótamats skv. 30. gr. og fari ekki yfir 90% af markaðsvirði hennar.
Á eftir orðunum "Skuldurum fasteignaveðbréfa" í 34. gr. reglugerðarinnar bætast við orðin: og viðbótarlána.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 19. gr. og 29. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um viðbótarlán, nr. 783/1998, með síðari breytingum.
Viðbótarlán sem samþykkt hafa verið af húsnæðisnefnd viðkomandi sveitarfélags fyrir 4. desember 2004 skulu afgreidd samkvæmt ákvæðum VII. kafla laga um húsnæðismál og reglugerðar um viðbótarlán. Samanlögð fjárhæð viðbótarláns og almenns láns skv. VI. kafla sömu laga getur að hámarki numið 13.000.000 kr.