1. gr.
Við 1. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður svohljóðandi: Vinnumálastofnun er heimilt að óska eftir staðfestingu fyrirtækis, stofnunar eða frjálsra félagasamtaka á því að atvinnuleitandi sé slysatryggður við störf sín á gildistíma samnings þegar ástæða er til að mati ráðgjafa stofnunarinnar.
2. gr.
Á eftir 15. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 15. gr. a, svohljóðandi ásamt fyrirsögn:
Sérstök skilyrði.
Vinnumálastofnun er óheimilt að gera samning á grundvelli reglugerðar þessarar við fyrirtæki, stofnun eða frjáls félagasamtök sem ekki eru í skilum hvað varðar launatengd gjöld og opinber gjöld, svo sem iðgjöld og mótframlag í lífeyrissjóð, stéttarfélagsgjöld og tryggingagjald. Samningur sem gerður hefur verið á grundvelli reglugerðar þessarar við fyrirtæki, stofnun eða frjáls félagasamtök fellur úr gildi komi til þess á gildistíma samnings að fyrirtæki, stofnun eða frjáls félagasamtök standi ekki skil á framangreindum gjöldum.
Vinnumálastofnun er óheimilt að gera samning á grundvelli reglugerðar þessarar við fyrirtæki sem rekið er á kennitölu einstaklings, hafi viðkomandi einstaklingur á síðustu þremur mánuðum fyrir umsókn um gerð samnings staðið mánaðarlega skil á greiðslu staðgreiðsluskatts af reiknuðu endurgjaldi sem nemur minna en 25% af viðmiðunarfjárhæð ríkisskattstjóra í viðkomandi starfsgrein. Samningur sem gerður hefur verið á grundvelli reglugerðar þessarar við fyrirtæki sem rekið er á kennitölu einstaklings fellur úr gildi komi til þess á gildistíma samnings að sá einstaklingur sem rekur fyrirtækið á kennitölu sinni fái greiddar atvinnuleysisbætur eða standi mánaðarlega skil á greiðslu staðgreiðsluskatts af reiknuðu endurgjaldi sem nemur minna en 25% af viðmiðunarfjárhæð ríkisskattstjóra í viðkomandi starfsgrein.
Fyrirtæki, stofnun eða frjálsum félagasamtökum, sem Vinnumálastofnun hefur gert samning við á grundvelli reglugerðar þessarar, er óheimilt á gildistíma samnings að leigja hlutaðeigandi atvinnuleitanda til að gegna störfum á vinnustað annars aðila.
3. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Ákvæði til bráðabirgða V.
Vinnumálastofnun er heimilt að greiða styrk til fyrirtækis sem semur við launamann, sem telst tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins og er þegar í minnkuðu starfshlutfalli hjá viðkomandi fyrirtæki, um hækkun starfshlutfalls. Heimilt er að sækja um greiðslu styrks á grundvelli ákvæðis þessa til og með 30. júní 2021.
Vinnumálastofnun er heimilt að greiða styrk til handa hlutaðeigandi fyrirtæki, á grundvelli umsóknar um styrk skv. 1. mgr., sem nemur hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta á mánuði samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í hlutfalli við hækkun starfshlutfalls viðkomandi launamanns auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að fjóra mánuði á tímabilinu 1. júní 2021 til og með 30. september 2021.
Óheimilt er að framlengja það tímabil sem greiðslur samkvæmt ákvæði þessu vara umfram þá fjóra mánuði sem kveðið er á um í 2. mgr. Ekki er gerð krafa um að viðkomandi launamaður sé í virkri atvinnuleit á því tímabili sem greiðslur samkvæmt ákvæði þessu vara.
Skilyrði fyrir greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði skv. 1. mgr. eru meðal annars:
Heimild Vinnumálastofnunar til greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákvæði þessu fellur niður komi til slita á ráðningarsambandi milli hlutaðeigandi fyrirtækis og viðkomandi launamanns eða ef starfshlutfall viðkomandi launamanns er minnkað á ný á því tímabili sem greiðsla styrks samkvæmt ákvæði þessu varir. Hið sama gildir séu skilyrði fyrir greiðslu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákvæði þessu ekki lengur uppfyllt að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar eða ef staðfesting á launagreiðslu til viðkomandi launamanns hefur ekki fylgt með reikningi hlutaðeigandi fyrirtækis til Vinnumálastofnunar vegna greiðslu styrks á grundvelli ákvæðisins.
Það tímabil sem greiðsla styrks samkvæmt ákvæði þessu varir telst til ávinnslutímabils viðkomandi launamanns skv. 15. eða 19. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. einnig e-lið 1. mgr. 13. gr. og e-lið 1. mgr. 18. gr. laganna, en ekki til þess tímabils sem heimilt er að greiða viðkomandi atvinnuleysisbætur skv. 29. gr. sömu laga.
Ákvæði þetta gildir frá gildistöku reglugerðar þessarar til og með 30. september 2021.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 62. og 64. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs, og 5. mgr. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnumálastofnunar, öðlast þegar gildi.
Félagsmálaráðuneytinu, 11. maí 2021.
Ásmundur Einar Daðason.
Bjarnheiður Gautadóttir.