Innanríkisráðuneyti

188/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla nr. 351/2002.

1. gr.

5. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Framlög vegna nýbúafræðslu.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúa­fræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.

Á grundvelli samnings milli Menntamálastofnunar, Jöfnunarsjóðs og Sambands íslenskra sveitar­félaga skal Menntamálastofnun annast upplýsingaöflun vegna útreiknings framlagsins og láta í té kennsluráðgjöf fyrir sveitarfélög utan Reykjavíkurborgar.

Í lok hvers skólaárs skal Menntamálastofnun senda Jöfnunarsjóði og Sambandi íslenskra sveitar­félaga samantekt um helstu verkefni sem stofnunin hefur sinnt á grundvelli samnings, sbr. 2. mgr.

Jöfnunarsjóður skal fyrir hvert fjárhagsár gera áætlun um heildarframlög samkvæmt grein þessari. Hlutdeild hvers sveitarfélags í framlaginu tekur mið af þeim nemendafjölda sem Menntamálastofnun upplýsir að njóti íslenskukennslu í sveitarfélagi og eiga lögheimili í sveitarfélaginu.

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs skal setja vinnureglur um nánari framkvæmd ákvæðis þessa.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu.

Innanríkisráðuneytinu, 16. febrúar 2017.

Jón Gunnarsson
samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica