Velferðarráðuneyti

453/2016

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 931/2000, um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á A. lið I. viðauka reglugerðarinnar:

  1. 2. töluliður orðast svo:
    2. Líffræðilegir skaðvaldar.
    Líffræðilegir skaðvaldar í 2., 3. og 4. áhættuhópi skv. b-d-liðum 2. mgr. 3. gr. reglna nr. 764/2001, um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum líffræðilegra skaðvalda á vinnustöðum, ef þekkt er að slíkir skaðvaldar eða meðferð sem þeir krefjast geti skaðað heilsu þungaðra kvenna eða fóstursins og þá er ekki að finna í II. viðauka.
  2. a-liður 3. tölul. orðast svo:
    Efni og efnablöndur sem ekki er að finna í II. viðauka og uppfylla viðmið fyrir flokkun samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1272/2008, sbr. a-lið 1. gr. reglugerðar nr. 415/2014, um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, í einn eða fleiri eftirfarandi hættuflokka og hættuundirflokka með einni eða fleiri hættumerkingum:
    1. stökkbreytandi áhrif á kímfrumur, flokkur 1A, 1B eða 2. flokkur (H340, H341)
    2. krabbameinsvaldandi áhrif, flokkur 1A, 1B eða 2. flokkur (H350, H350i, H351)
    3. sértæk eiturhrif - váhrif í eitt skipti, á æxlun, flokkur 1A, 1B eða 2. flokkur eða viðbótarflokkur fyrir áhrif á mjólkurmyndun eða brjóstamjólk (H360, H360D, H360FD, H360Fd, H360Df, H361, H361d, H361fd, H362)
    4. sértæk eiturhrif á marklíffæri eftir eitt skipti, 1. og 2. flokkur (H370, H371).
  3. b-liður 3. tölul. orðast svo:
    Efni, efnablöndur og vinnsluferli sem geta valdið krabbameini skv. I. viðauka reglna nr. 98/2002, um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu á vinnustöðum.

2. gr.

B. liður I. viðauka reglugerðarinnar orðast svo:

B. Vinnsluferli.
Vinnsluferli sem geta valdið krabbameini skv. I. viðauka reglna nr. 98/2002, um verndun starfs­manna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu á vinnustöðum.

3. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi og er sett samkvæmt heimild í 38. gr. og 3. mgr. 51. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og þess ráðherra sem fer með málefni efna og efnavara, í samræmi við hlutverk Vinnueftirlits ríkisins samkvæmt 7. gr. efnalaga nr. 61/2013, til innleiðingar á tilskipun 2014/27/ESB um breytingu á tilskipunum ráðsins 92/58/EBE, 92/85/EBE, 94/33/EB og 98/24/EB og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/37/EB í því skyni að laga þær að reglugerð (EB) nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og efnablandna sem vísað er til í XVIII. viðauka samnings um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 239/2014.

Velferðarráðuneytinu, 26. maí 2016.

Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica