1. gr.
Á eftir 20. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 20. gr. a, svohljóðandi:
Hlutfall hámarksfjárhæðar ÍLS-veðbréfa af fasteignamati íbúðarhúsnæðis.
Íbúðalánasjóði er óheimilt að veita lán skv. 1. tölul. 1. mgr. 15. gr. laga um húsnæðismál þegar hámarksfjárhæð ÍLS-veðbréfa skv. 20. gr. reglugerðarinnar nemur minna en 60% af fasteignamati íbúðarhúsnæðisins.
2. gr.
Á eftir 2. mgr. 32. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Hafi ÍLS-veðbréf verið gefið út fyrir gildistöku laga nr. 84/2012, um breytingu á lögum um húsnæðismál, með síðari breytingum, getur Íbúðalánasjóður þrátt fyrir 2. málsl. 1. mgr. heimilað veðlánaflutning ÍLS-veðbréfs við eigendaskipti að íbúð sem lántaki er að selja yfir á íbúð sem hann er að kaupa eða byggja.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. mgr. 19. gr., 4. mgr. 21. gr. og 29. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 19. september 2014.
Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.
Bolli Þór Bollason.