Eftirfarandi breytingar verða á 6. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar:
a. Í stað 62.121 kr. kemur: 65.227 kr.
b. Í stað 86.096 kr. kemur: 90.401 kr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar:
a. Í stað 39.232 kr. kemur: 40.409 kr.
b. Í stað 88.544 kr. kemur: 91.200 kr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 35. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, öðlast gildi 1. janúar 2004. Enn fremur falla úr gildi 1. gr. og 5. gr. reglugerðar nr. 915/2002, um breytingu á reglugerð um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks, nr. 909/2000, sbr. reglugerð nr. 969/2001.