Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1386/2001 frá 5. júní 2001 um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem flytjast milli aðildarríkja og reglugerð (EBE) nr. 574/72 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 sem vísað er til í VI. viðauka (félagslegt öryggi) við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 36/2002 frá 19. apríl 2002, skal öðlast gildi hér á landi að því leyti sem ákvæði hennar lúta að atvinnuleysistryggingum og greiðslum í fæðingarorlofi. Reglugerðin skal gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.
Reglugerðin (EB) nr. 1386/2001 fjallar að hluta til um atvinnuleysistryggingar, greiðslur í fæðingarorlofi, barnabætur og réttindi úr lífeyrissjóðum. Í reglugerð frá fjármálaráðuneytinu nr. 357/2003 er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um barnabætur og réttindi úr lífeyrissjóðum. Í reglugerð frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu 356/2003 er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um réttindi samkvæmt lögum um almannatryggingar.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1386/2001 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 36/2002, sbr. 1. gr., sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 29, 13. júní 2002, bls. 14, er birt sem fylgiskjal með reglugerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins nr. 356/2003.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 29. gr. laga nr. 12/1997, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum, og 35. gr. laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, öðlast þegar gildi.