Félagsmálaráðuneyti

713/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 44/1999 með síðari breytingum. - Brottfallin

713/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga,
nr. 44/1999 með síðari breytingum.

1. gr.

Við fyrstu málsgrein 11. greinar reglugerðar nr. 44/1999 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga bætist setning svohljóðandi:
Við útreikning á hámarkstekjum sveitarfélaga skal einnig taka tillit til þeirra jöfnunarframlaga sem sveitarfélög fá vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti, sbr. reglugerð nr. 80/2001.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Félagsmálaráðuneytinu, 25. september 2001.

Páll Pétursson.
Húnbogi Þorsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica