Félagsmálaráðuneyti

355/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð um holræsi og holræsagjöld í Grindavík nr. 808/1983.

1. gr.

5. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Þá skal og hver húseigandi greiða árlega holræsagjald í bæjarsjóð er nemi 0,1% af fasteignamatsverði húsa og lóða.

2. gr.

2. málsl. 6. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Gjöld samkvæmt grein þessari er bæjarstjórn heimilt að hækka eða lækka um allt að 50 af hundraði, enda komi til samþykki hlutaðeigandi ráðuneytis.

Reglugerð þessi sem er samin og samþykkt af bæjarstjórn Grindavíkurkaupstaðar staðfestist hér með skv. X. kafla vatnalaga nr. 15/1923 til þess að öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 15. maí 2000.

F. h. r.

Húnbogi Þorsteinsson.

Sesselja Árnadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica