Félagsmálaráðuneyti

60/1991

Reglugerð um hlut Vinnueftirlits ríkisins í tryggingagjaldi launagreiðenda - Brottfallin

REGLUGERÐ

um hlut Vinnueftirlits ríkisins í tryggingagjaldi launagreiðenda

 

1. gr.

            Vinnueftirlit ríkisins fær í sinn hlut til að standa straum af kostnaði vegna framkvæmdar laga nr. 46/1980 0,08% af gjaldstofni tryggingagjalds, sem er allar tegundir launa eða þóknunar fyrir starf, hverju nafni sem nefnist, sem skattskylt er skv. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981.

 

2. gr.

            Reglugerð þessi sem er sett samkvæmt 2. tl. 3. gr. laga nr. 113/1990 öðlast þegar gildi.  Jafnframt falla úr gildi reglugerðir nr. 480 20. júní 1983 og nr. 232 25. maí 1990.

 

Félagsmálaráðuneytið, 11. febrúar 1991.

 Jóhanna Sigurðardóttir

                                                                        Húnbogi Þorsteinsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica