Félagsmálaráðuneyti

211/1977

Reglugerð um gatnagerðargjöld í Kjalarneshreppi. - Brottfallin

1. gr.

            Sveitarstjórn er heimilt að leggja gatnagerðargjöld á lóðir og byggingar í sveitar­félaginu, eftir því sem nánar segir í reglugerð þessari.

Heimilt er að leggja gatnagerðargjald á land, sem sambærilegt telst, þótt ekki sé sérstök 1óð.

2. gr.

            Gatnagerðargjöld eru tvenns konar, A-gjald, sem lagt er á vegna þátttöku lóðar­hafa í kostnaði við að undirbyggja götur ásamt tilheyrandi lögnum, og B-gjald, sem er gjald vegna þátttöku lóðarhafa i kostnaði við lagningu bundins slitlags á götur og gerð gangstétta.


 

3. gr.

            Af lóðum sem ætlaðar eru til íbúðarbygginga skal miða gjöldin við lóðarstærð, sem hér segir:

            A-gjald 1200 kr./m2.

            B-gjald 300 kr./m2

 

4. gr.

            Þar sem ekki er hægt að beita ákvæðum 3. gr., svo og þegar um er að ræða hús til annarra nota en íbúðar, skal upphæð gjalda miðast við ákveðinn hundraðshluta of byggingarkostnaði á rúmmetra, eins og harm er talinn of Hagstofu Íslands, svo sem hér segir:

                                                                                                A-gjald            B-gjald

Íbúðarhús ................................................................................. 6-10%                1-2%

Hús til annarra nota .................................................................. 3- 6%                    1%

           

            Sveitarstjórn ákveður prósentutölu í hverju tilviki. Gjald skal miða við stærð húss samkvæmt samþykktum uppdrætti.

Nú er ekki fyrir hendi samþykktur uppdráttur og skal þá miða við stærð húss, sem skipulag gerir ráð fyrir, en sé slíkt ekki ákveðið í skipulagi, skal miða við lág­mark 500 m3 fyrir íbúðarhús.

            Í atvinnuhúsnæði skal við útreikninga rúmmáls til gatnagerðargjalds miða við lofthæð 3.3 m. að innanmáli, nema að uppdráttur sýni annað.

            Framangreindar reglur gilda, ef hús er stækkað, að því er til stækkunar tekur.

 

5. gr.

            Gjöld samkvæmt 3. og 4. gr. breytast í samræmi við breytingar á vísitölu bygg­ingarkostnaðar. Grunntölur þær, sem nefndar eru í 3. gr. miðast við þá vísitölu sem i gildi var 1. mars 1976.

            Við ákvörðun upphæðar A-gjalds skal miða við vísitölu þá sem í gildi er, þegar teikning er samþykkt eða lóð úthlutað, en við ákvörðun B-gjalds .skal miða við þá vísitölu sem í gildi er þegar gjaldið, eða hluti þess, gjaldfellur.

6. gr.

            Gjalddagar A-gjalds skulu vera sem hér segir:

            Ef um er að ræða leigulóð í eigu sveitarfélagsins, getur sveitarstjórn áskilið, að úthlutun lóðar verði háð því að full skil verði gerð innan ákveðins frests, eða sér­stakur samningur gerður um greiðslur, ella falli úthlutunin úr gildi.

            Af öðrum lóðum gjaldfellur A-gjaldið þegar teikning er samþykkt. Sveitarstjórn ákveður greiðsluskilmála,

7. gr.

            Gjalddagar B-gjalds skulu vera sem hér segir:

            Á sama ári og framkvæmdum við bundið slitlag lýkur falla í gjalddaga 80~ó gjaldsins, en 20% gjaldsins falla í gjalddaga á því ári sem gerð gangstétta við hlutað­eigandi götu lýkur.

            Skylt er sveitarstjórn að tilkynna lóðarhafa um B-gjald með minnst 6 mánaða fyrirvara.

            Sveitarstjórn ákveður greiðsluskilmála.

 

8. gr.

Hreppsnefnd er heimilt að hækka eða lækka grunntölur samkv. 3. og 4. gr, hvora um sig eða báðar um allt að 50% án frekari staðfestingar ráðuneytis.


 

9. gr.

            Gatnagerðargjöldum fylgir lögveð i fasteign þeirri, sem það er lagt á og gengur það ásamt vöxtum fyrir öllum veðkröfum, sem á eigninni hvíla, og tekur það einnig til vátryggingarfjár eignarinnar.

Heimilt er að taka gjöld samkvæmt lögum þessum lögtaki samkv. lögum nr. 29/1885.

 

10. gr.

Heimilt er hreppsnefnd að fresta innheimtu gatnagerðargjalda of eigendum fast­eigna, sem náð hafa 67 ára aldri og þeim sem eiga við sjúkdóma að stríða.

            Verði húseign seld, sem gjaldfrest hefur fengið á gatnagerðargjaldi, skal hrepps­nefnd innheimta gjaldið eins og það var þegar álagning fór fram, enda sé kvöðinni þinglýst á viðkomandi fasteign.

            Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt of hreppsnefnd Kjalarneshrepps, staðfestist hér með samkv. lögum um gatnagerðargjöld nr. 51/1974 til að öðlast gildi þegar í stað.

Félagsmálaráðuneytið, 12. maí 1977.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

 

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica