Félagsmálaráðuneyti

655/1980

Reglugerð um gatnagerðargjöld í Hafnarhreppi, A-Skaft. - Brottfallin

1. gr.

Sveitarstjórn er heimilt að leggja gatnagerðargjöld á lóðir í sveitarfélaginu, eftir því sem nánar segir í samþykkt þessari. Heimilt er að leggja gatnagerðargjald á land, sem sambærilegt telst, þótt ekki sé sérstök lóð.

 

2. gr.

Gatnagerðargjöld eru tvennskonar: A-gjald, sem er gjald vegna þátttöku lóðar­hafa í kostnaði við að gera undirbyggða götu og B-gjald, sem er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í því að leggja bundið slitlag á götu, svo og ganga endanlega frá gangstétt.

 

3. gr.

A-gjald vegna nýbygginga og viðbygginga við eldri hús og skal miða við ákveðinn hluta byggingarkostnaðar á rúmmetra, eins og hann er talinn af Hagstofu Íslands, svo sem hér segir:

Einbýlishús ....................................................................................................... 3.0%

Tvíbýlishús og sambyggð einbýlishús á einni hæð ............................................... 2.4%

Tveggja hæða fjölbýlishús ................................................................................  1.8%

Fjölbýlishús, 3 hæðir og meira .......................................................................... 1.2%

Verslunar- og skrifstofubyggingar .....................................................................  3.0%

Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atvinnuhúsnæði .......................................... 1.2%

Af kjöllurum (jarðhæðum) og rishæðum, sem ekki ar notað til íbúðar eða atvinnu­rekstrar svo og bifreiðageymslur skal greiða hálft gjald.

Gjald skal miða við brúttó rúmmál húss, samkv. samþykktum uppdrætti. Rúmmál skal reikna samkv. IST 50. Nú er ekki fyrir hendi samþykktur uppdráttur, og skal þá miða við þá stærð húss, sem skipulag gerir ráð fyrir, en sé slíkt ekki ákveðið 1 skipu­lagi, skal miða við eftirtaldar lágmarksstærðir;

Einbýlishús með tilheyrandi bilageymslu .........................................................  500 m3

Raðhús, tvíbýlishús, sambyggð einbýlishús hver íbúð ......................................  400 m3

Fjölbýlishús ................................................................................................... 300 m3

Í atvinnuhúsnæði skal við útreikning rúmmáls til gatnagerðargjalds miðað við lofthæð 3.3 m að innanmáli, nema uppdráttur sýni annað.

Framangreindar reglur gilda, ef hús er stækkað, að því er til stækkunar tekur.


 

4. gr.

B-gjald til að ljúka frágangi götu, umfram það sem segir í 3. gr., þ. e. til að leggja bundið slitlag og gangstétt og nær það einnig til eldri húsa, sem ekki hafa áður greitt gatnagerðargjald.

Skal þá miða gjaldið við ákveðinn hluta byggingarkostnaðar á rúmmetra eins og hann er talinn af Hagstofu Íslands, svo sem hér segir:

Einbýlishús ....................................................................................................... 3.0%

Tvíbýlishús og sambyggð einbýlishús á einni hæð ............................................... 2.4%

Tveggja hæða fjölbýlishús ................................................................................  1.9%

Fjölbýlishús, 3 hæðir eða meira ........................................................................  1.2%

Verslunar- og skrifstofubyggingar ...................................................................... 3.0%

Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atvinnuhúsnæði .......................................... 1.2%

Auk þessa gjalds skal lóðarhafi greiða í gatnagerðargjald kr. 40 af hverjum fermetra lóðar. Af kjöllurum (jarðhæðum) og rishæðum, sem ekki eru notuð til íbúðar eða atvinnurekstrar, svo og bifreiðageymslum, skal greiða hálft gjald.

 

5. gr.

Gjöld samkv. 3. og 4. gr. breytast samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar. Sveitarstjórn er heimilt að hækka eða lækka gjaldstuðlana í 3. og 4. gr. hvorn um sig eða alla í einu um allt að 50% án frekari staðfestingar ráðuneytisins.

Sveitarstjórn hefur fulla heimild til þess að endurskoða flokkun húsa í gjald­stuðla, sbr. 3. og 4. gr., svo og gjald einstakra gjaldenda, ef sérstakar ástæður eru til.

 

6. gr.

Gjalddagi gatnagerðargjalds, samkv. 3. gr. skal vera þegar byggingarleyfi er vein. Sveitarstjórn er þó heimilt að veita gjaldfrest á hluta gjaldsins þar til byggingar­framkvæmdir hefjast eða í allt að tvo mánuði.

 

7. gr.

Gatnagerðargjald, samkv. 4. gr. miðast við þá vísitölu byggingarkostnaðar, sem í gildi er, þegar lagning bundins slitlags fer fram. Nú breytist vísitala meðan verk fer fram, og skal þá miðað við meðalvísitölu á því tímabili, sem um er að ræða.

Gjald samkv. 4. gr. af fasteignum við götu, þar s2m þegar hefur verið lagt slitlag og/eða gangstétt, skal miða við vísitölu, sem í gildi er, þegar samþykkt þessi öðlast gildi.

 

8. gr.

Nú hefur gatnagerðargjald eða gangstéttargjald verið greitt af lóð og skal það þá gilda s2m greiðsla á A-gjaldi.

 

9. gr.

Gatnagerðargjald samkvæmt 4, gr. greiðist þannig að 20% greiðist, þegar lagn­ingu bundins slitlags er lokið. Eftirstöðvar greiðast með jöfnum árlegum afborgun­um á næstu 4 árum.

Gjalddagi afborgana er 1. júlí. Ársvextir greiðast eftir á á sömu gjalddögum og miðast við vexti Byggðasjóðs og þeir eru á hverjum tíma af skuldabréfum til sveitar­félagsins vegna lagningar bundins slitlags, nú 22%.

Lokagreiðslu skal þó ekki innheimta fyrr en endanlega hefur verið gengið frá gangstétt fyrir framan lóð gjaldanda.

 

10. gr.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri, sem það er lagt á, og gengur það ásamt vöxtum fyrir öllum veðkröfum, sem á eigninni hvíla og tekur það einnig til vátryggingarfjár eignarinnar.


Heimilt er að taka gjöld samkvæmt lögum þessum lögtaki samkv. lögum nr. 29/ 1885.

Sveitarstjórn sker úr ágreiningi er risa kann um álagningu og innheimtu samkv. reglugerð þessari.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Hafnarhrepps stað­festist hér með samkvæmt lögum nr. 51 16. maí 1974 um gatnagerðargjöld til þess að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 23. desember 1980.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir,


Þetta vefsvæði byggir á Eplica