1. gr.
Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga af útsvarsstofni.
Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í tengslum við yfirfærslu grunnskólans skulu nema 0,77% af útsvarsstofni. Við skil á staðgreiðslu útsvars samkvæmt lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, skal jafnframt gera Jöfnunarsjóði skil á hlutdeild sjóðsins í staðgreiðslu. Ríkisbókhald skal sjá um útreikning á tekjum þessum og skiptir innheimtri staðgreiðslu hvers mánaðar milli ríkis, sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs. Tekjur sjóðsins skulu reiknaðar af þeim stofni sem staðgreiðsla hvers mánaðar er greidd af.
Enn fremur skal Ríkisbókhald sjá um útreikning á hlutdeild Jöfnunarsjóðs í útsvari af tekjum sem skattlagðar eru eftir á við álagningu og ekki hefur verið greidd staðgreiðsla af. Í uppgjöri staðgreiðslu sveitarfélaga við álagningu útsvars skal Ríkisbókhald, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, taka tillit til hlutdeildar Jöfnunarsjóðs og gera sjóðnum skil á henni.
2. gr.
Framlög.
Jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla skiptast í almenn framlög, framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda, veikindaforfalla og barnsburðarleyfa kennara, nýbúafræðslu, Skólabúða að Reykjum, Barnaverndarstofu, svo og önnur framlög.
Fyrir hvert fjárhagsár skal Jöfnunarsjóður sveitarfélaga gera áætlanir um jöfnunarframlög skv. 1. mgr. Í desember skal senda sveitarfélögum upplýsingar um áætluð jöfnunarframlög næsta árs og greiðsludreifingu þeirra eftir því sem við verður komið.
3. gr.
Almenn framlög.
Fjármagn til almennra jöfnunarframlaga skal vera jafnhátt tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga skv. 1. gr. að frádregnum framlögum skv. 4.-9. gr. reglugerðar þessarar, hlutdeild í rekstrarkostnaði Jöfnunarsjóðs og hlut Sambands íslenskra sveitarfélaga skv. 12. gr. laga nr. 4/1995, með síðari breytingum.
Framlög samkvæmt þessari grein eru ætluð öllum sveitarfélögum nema Reykjavíkurborg.
Við útreikning framlaga samkvæmt þessari grein skal finna útgjaldaþörf hvers sveitarfélags vegna launakostnaðar af kennslu í grunnskólum og annars kostnaðar sem tengdur er flutningi alls rekstrar grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Útgjaldaþörfina skal finna með tvískiptum hætti, annars vegar almennt á grundvelli kennslustundafjölda samkvæmt reiknilíkani og hins vegar svæðisbundið þar sem reiknuð er útgjaldaþörf hvers sveitarfélags í sameiginlegum útgjöldum sveitarfélaga í viðkomandi umdæmum.
I. hluti: Reiknuð útgjaldaþörf á grundvelli reiknilíkans.
Reiknilíkaninu er ætlað að lýsa sem best hagkvæmni grunnskólanna miðað við fjölda nemenda í hverjum skóla. Líta má á niðurstöðu reiknilíkansins sem útreiknaðan kennslustundafjölda á hvern nemanda vegna almennrar kennslu og vegna afsláttar stjórnenda. Nemendafjöldi hvers grunnskóla er breyta reiknilíkansins, þ.e. stærð sem hefur breytilegt gildi.
Reiknilíkanið er eftirfarandi:
Y = 2,02992 - 509,452/X2 + 65,80395/X - 0,000847945X
Útreikningi skal haga með eftirfarandi hætti:
A.
Nemendafjöldi hvers grunnskóla skal settur inn í reiknilíkanið. Niðurstaðan sýnir útreiknaðan kennslustundafjölda á hvern nemanda í viðkomandi grunnskóla.
Undantekningar frá þessari reglu skulu vera:
1. Breyta reiknilíkansins skal aldrei taka lægra gildi en sem svarar 22 nemendum fyrir hvern grunnskóla.
Á sama hátt skal breytan aldrei taka hærra gildi en sem svarar 550 nemendum fyrir hvern grunnskóla.
Grunnskóli með útibú skal reiknaður sem ein heild. Samanlagður nemendafjöldi aðalskólans og útibúsins skal því notaður við útreikning kennslustundafjölda.
2. Rekstraraðilar grunnskóla með færri en 22 nemendur geta óskað eftir því við ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að tekið sé tillit til aðstæðna þeirra við útreikning framlaganna. Verði nefndin við beiðninni skal finna útreiknaðan kennslustundafjölda á hvern nemanda hjá viðkomandi skóla á grundvelli vinnureglna sem ráðgjafarnefnd setur.
3. Þar sem fleiri en einn grunnskóli er rekinn í sama sveitarfélagi skal finna útreiknaðan kennslustundafjölda á hvern nemanda samkvæmt reiknilíkaninu fyrir hvern skóla fyrir sig og finna síðan út vegið meðaltal fyrir sveitarfélagið. Það meðaltal skal síðan notað í áframhaldandi útreikningi, sbr. B- og C-lið.
4. Ef í sama sveitarfélagi eru reknir tveir til fjórir grunnskólar af mismunandi skólagerð skal litið á þá grunnskóla sem taka við hver af öðrum sem einn heildstæðan grunnskóla, sbr. 1. dæmi í fylgiskjali. Þó skal margfalda niðurstöðu úr reiknilíkaninu með stuðli sem þannig er fundinn út:
Fyrir skóla, sem vinna saman, skal finna út þann hlutfallslega mun sem er á milli niðurstöðu reiknilíkansins m.v. að hver skóli sé reiknaður sér og m.v. að viðkomandi skólar séu reiknaðir út sem ein heild. Þennan hlutfallslega mun skal síðan meðhöndla með eftirfarandi hætti:
a. Margfalda með stuðlinum 0,50
Ef í hverjum skóla eru færri en 200 nemendur eða að samanlagður nemendafjöldi er færri en fjöldi fundinn þannig {talan 200 margfölduð með fjölda skóla sem um ræðir + (0,1 að viðbættum 0,05 fyrir hvern skóla umfram tvo)}, sbr. 2. dæmi í fylgiskjali.
b. Margfalda með stuðlinum 0,10
Ef nemendafjöldi er umfram þau mörk sem getið er um í a-lið.
Ráðgjafarnefnd er þó heimilt að meta hvert tilvik fyrir sig og skera úr um hvernig útreikningi skuli háttað. Verði frekari samvinna eða sameining við aðra skóla skal nýr stuðull reiknaður að teknu tilliti til þess stuðuls sem fyrir var. Hætti skólar hins vegar að vinna saman með þessum hætti skal stuðull felldur brott.
5. Leggi sveitarfélag niður skóla og nemendur hans eru færðir í annan eða aðra skóla skal niðurstaða reiknilíkansins hjá viðkomandi sveitarfélagi eftir breytinguna margfölduð með stuðli sem fundinn er út með sama hætti og greint er frá í 4. lið.
Þar sem reiknilíkanið gefur ávallt niðurstöðu eins og um skóla með 1.-10. bekk væri að ræða skal leiðrétta hana m.t.t. skólagerðar viðkomandi grunnskóla. Niðurstaða reiknilíkansins skal því margfölduð með stuðli sem þannig er fundinn:
Meðalvikustundir á hvern árgang grunnskólans deilt með meðalvikustundum í árgangi hjá heildstæðum skóla.
Miða skal við meðalvikustundir samkvæmt ákvæðum grunnskólalaga hverju sinni, sbr. 3. dæmi í fylgiskjali.
Ef árgangar í efri bekkjum heildstæðra safnskóla eru verulega stærri en í yngri bekkjum skólans er ráðgjafarnefnd heimilt að reikna stuðul skólagerðar út frá vegnum meðalstundum grunnskólans, sbr. 4. dæmi í fylgiskjali.
Þá skal einnig leiðrétta niðurstöðuna m.t.t. kennsluafsláttar kennara vegna aldurs og kennsluferils. Ennfremur skal leiðrétta niðurstöðuna m.t.t. mismunandi meðallauna kennara í grunnskólum þannig að þeir skólar, þar sem meðalgrunnlaun eru umfram meðaltal landsins, fá leiðréttingu til hækkunar en skólar, þar sem meðalgrunnlaunin eru undir meðaltali landsins, fá leiðréttingu til lækkunar. Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga skal setja nánari vinnureglur um útreikning slíkra leiðréttinga.
B.
1. Finna skal, á grundvelli niðurstaðna í A-lið, útreiknaðan heildarkennslustundafjölda í viðkomandi sveitarfélagi. Byggja skal þann útreikning á fjölda íbúa á grunnskólaaldri er lögheimili hafa í sveitarfélaginu samkvæmt upplýsingum úr þjóðskrá Hagstofu Íslands.
2. Athuga skal í hvaða grunnskóla hver árgangur í sveitarfélagi fer. Fjöldi íbúa sveitarfélags í viðkomandi árgöngum samkvæmt þjóðskrá skulu því næst merktir viðeigandi grunnskóla. Til að finna útreiknaðan heildarkennslustundafjölda í sveitarfélagi skal niðurstaða reiknilíkansins fyrir viðeigandi grunnskóla, sbr. A-lið, margfölduð með fjölda þeirra íbúa er merktir hafa verið þeim grunnskóla.
Ef fleiri en einn grunnskóli er í sveitarfélagi, sbr. 3. tölul. 2. mgr. A-liðar, og ekki er hægt að merkja ákveðna árganga viðeigandi skóla skal heildaríbúafjöldi sveitarfélags á grunnskólaaldri samkvæmt þjóðskrá margfaldaður með vegnu meðaltali útreiknaðs kennslustundafjölda á hvern nemanda allra grunnskóla sveitarfélagsins.
3. Ef árgangur í sveitarfélagi sækir fleiri en einn grunnskóla og í einum þeirra eða fleirum eru nemendur úr öðrum sveitarfélögum skal aflað upplýsinga hjá viðkomandi sveitarfélagi um fjölda slíkra grunnskólanemenda og heiti grunnskóla sem þeir sækja. Nauðsynlegt er að hér sé um hóp nemenda að ræða og að sveitarfélagið hafi ákveðið þetta skipulag vegna hagræðingar eða landfræðilegra aðstæðna. Fjöldi þessara nemenda skal síðan notaður til að finna útreiknaðan heildarkennslustundafjölda í sveitarfélagi fyrir þessa grunnskóla. Þrátt fyrir að upplýsingar um fjölda nemenda komi frá sveitarfélagi skal heildarnemendafjöldinn ávallt vera jafn fjölda íbúa á grunnskólaaldri samkvæmt þjóðskrá. Ef vafi leikur á hvernig útreikningi skuli háttað hjá einstaka sveitarfélagi skal ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga skera úr um slíkt.
C.
1. Þegar útreiknaður kennslustundafjöldi liggur fyrir hjá hverju sveitarfélagi, sbr. A- og B-lið, skal fundið hlutfall útreiknaðs kennslustundafjölda hvers sveitarfélags af samanlögðum útreiknuðum kennslustundafjölda landsins.
2. Áætla skal útsvarsstofn fjárhagsársins fyrir hvert sveitarfélag. Á grundvelli þess skal áætla útsvarstekjur sem renna til sveitarfélaga vegna yfirfærslu alls reksturs grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Gengið skal útfrá þeirri hækkun er varð á hámarks útsvarsprósentu í kjölfar yfirfærslunnar.
3. Heildarútgjaldaþörf sveitarfélaga skv. I. hluta skal fundin þannig: Heildarútsvarstekjur, sbr. 2. tölul. C-liðar, að viðbættri fjárhæð sem ætluð er í almenn framlög skv. grein þessari, að frádreginni útgjaldaþörf skv. II. hluta hér á eftir. Útgjaldaþörf hvers sveitarfélags skal síðan reiknuð þannig: Áðurgreind heildarútgjaldaþörf sveitarfélaga margfölduð með hlutfalli hvers sveitarfélags skv. 1. tölul. C-liðar.
II. hluti: Svæðisbundin útgjaldaþörf sveitarfélaga.
Útgjaldaþörf hvers sveitarfélags vegna sameiginlegra útgjalda sveitarfélaga í hverju umdæmi skal fundin með eftirfarandi hætti:
1. Útgjaldaþörf hvers sveitarfélags skv. þessum hluta er jöfn íbúafjölda sveitarfélagsins á aldrinum 6-15 ára margfölduðum með fjárhæð á hvern íbúa í viðkomandi umdæmi, sbr. 2. tölul. hér á eftir.
2. Fjárhæð á hvern íbúa 6 - 15 ára í hverju umdæmi skal vera:
Reykjavík 2.600 kr.
Reykjanes 2.600 kr.
Vesturland 8.000 kr.
Vestfirðir 9.000 kr.
Norðurland vestra 8.000 kr.
Norðurland eystra 6.000 kr.
Austurland 9.000 kr.
Suðurland 6.000 kr.
III. hluti: Útreikningur á framlögum.
Heildarútgjaldaþörf hvers sveitarfélags er útgjaldaþörf skv. 3. tölul. C-liðar I. hluta að viðbættri útgjaldaþörf skv. 1. tölul. II. hluta.
Framlög samkvæmt þessari grein skulu fundin með eftirfarandi hætti:
1. Finna skal mismun heildarútgjaldaþarfar hvers sveitarfélags sbr. 1. mgr. og áætlaðra útsvarstekna sbr. 2. tölul. C-liðar.
2. Sveitarfélög fá ekki almenn framlög skv. grein þessari ef mismunur er neikvæður eða enginn, sbr. 1. lið. Jákvæður mismunur hjá sveitarfélagi sýnir þörf fyrir almenn framlög.
3. Almenn framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga skv. grein þessari skulu vera jöfn þeim jákvæða mismun, sbr. 2. lið, margfölduðum með stuðli X/Z.
X=Fjárhæð sem áætluð hefur verið í framlög skv. grein þessari.
Z=Summa jákvæðs mismunar hjá sveitarfélögum, sbr. lið 1.
Heimilt er ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að auka eða minnka vægi áætlaðra útsvarstekna, sbr. 2. tölul. C-liðar um allt að 5% til að útreiknuð jöfnunarþörf verði sem mest í samræmi við raunverulega jöfnunarþörf.
4. gr.
Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda.
A.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða framlög til sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda á grunnskólaaldri.
Eftirfarandi tvö skilyrði eru fyrir greiðslu framlaga:
a. Að nemandi eigi lögheimili í sveitarfélaginu og hafi verið greindur fatlaður af Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Sjónstöð Íslands eða öðrum þeim sem áðurgreindir aðilar viðurkenna.
b. Að fötlunin falli undir viðmiðun Jöfnunarsjóðs er kalli á verulega sérkennslu og/eða sérúrræði.
Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitafélaga skal setja vinnureglur um viðmiðunarstig fötlunar eftir tegund hennar. Sú tegund fötlunar, sem fellur undir viðmiðunarstig, verður að kalla á þörf fyrir sérkennslu og/eða sérúrræði.
Framlög til sveitarfélaga vegna fatlaðra nemenda skulu vera mishá eftir viðmiðunarstigum. Sama fjárhæðin á hvern nemanda í hverju viðmiðunarstigi skal greidd sveitarfélagi þó að sérkennsluþörf nemendanna geti verið mismunandi.
Jöfnunarsjóður skal fyrir hvert fjárhagsár gera áætlun um heildarframlög samkvæmt grein þessari.
Framlögin skulu veitt á grundvelli umsókna sveitarfélaga vegna fatlaðra nemenda er lögheimili eiga í sveitarfélaginu, óháð því hvar nemendurnir fá kennslu.
Við framkvæmd ákvæða greinar þessarar skal ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga leita aðstoðar sérfræðinga eftir því sem við á. Nefndin skal einnig sjá um að setja nánari vinnureglur varðandi grein þessa ef þurfa þykir.
B.
Þrátt fyrir ákvæði A-liðar skal Jöfnunarsjóður greiða Reykjavíkurborg framlag sem nemur ákveðnum hundraðshluta af áætluðum útsvarsstofni sveitarfélagsins fyrir viðkomandi fjárhagsár, sbr. samning milli Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, Sambands ísl. sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar frá 1997.
Hundraðshluti þessi miðast við hlut borgarinnar í rekstrarfjármagni sérskóla og sérdeilda á landsvísu, sbr. áðurgreindan samning. Hlutur þessi byggist að stærstum hluta á fjölda nemenda með lögheimili í Reykjavíkurborg er stunduðu nám skólaárið 1996-1997 í sérskólum og sérdeildum á landsvísu að teknu tilliti til viðmiðunarstigs fötlunar þeirra.
Fyrrgreindur hundraðshluti skal endurskoðaður á fimm ára fresti í ljósi breytinga á hlutfalli fatlaðra nemenda með lögheimili í Reykjavíkurborg af heildarfjölda fatlaðra nemenda á landsvísu að teknu tilliti til viðmiðunarstigs fötlunar þeirra sbr. A-lið.
Leiði endurskoðunin í ljós að breyta þarf hundraðshlutanum skal það kynnt Reykjavíkurborg fyrir 1. apríl á endurskoðunarári og tekur breytingin gildi frá og með næstu áramótum. Ekki skal þó breyta hundraðshlutanum ef endurskoðunin leiðir í ljós minni breytingu en sem nemur 0,005 af útsvarsprósentustigi.
Ráðgjafarnefnd skal setja vinnureglur um nánari framkvæmd ákvæðis þessa.
5. gr.
Framlög vegna veikindaforfalla og barnsburðarleyfa kennara.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða þeim sveitarfélögum framlög þar sem kostnaður vegna langtíma veikindaforfalla og barnsburðarleyfa kennara í grunnskólum er verulega hár.
Ef árlegur kostnaður vegna langtíma veikindaforfalla og barnsburðarleyfa í sveitarfélagi fer yfir 0,368% af útsvarsstofni sveitarfélagsins næstliðins tekjuárs skal greiða framlag sem nemur 85% af þeim kostnaði sem umfram er.
Framlagið skal greitt í tvennu lagi, 15. júlí og 15. janúar. Við útreikning framlagsins skal raunkostnaður þessara forfalla fram að hálfum mánuði fyrir greiðsludag lagður til grundvallar ásamt útsvarsstofni næstliðins tekjuárs.
Þar sem skólar eru í samrekstri skal kostnaði vegna langtíma veikindaforfalla og barnsburðarleyfa skipt niður á viðkomandi sveitarfélög samkvæmt samningi aðildarsveitarfélaganna um kostnaðarskiptingu kennslulauna.
Heimilt er í undantekningartilvikum að greiða fyrirfram framlag samkvæmt þessari grein.
Um áramót skal kanna kostnað vegna veikindaforfalla og barnsburðarleyfa miðað við allt undangengið ár og bera hann saman við viðmiðun útsvarsstofns sem áætlaður hefur verið fyrir sama ár. Greiðslan 15. janúar skal því vera lokagreiðsla fyrir árið á undan.
6. gr.
Framlög vegna nýbúafræðslu.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíkt er að ræða. Sveitarfélög, sem ekki reiknast með jöfnunarframlög skv. 3. gr., fá þó ekki framlög samkvæmt þessari grein.
Fyrir hvert fjárhagsár skal Jöfnunarsjóður gera áætlun um umfang nýbúafræðslu á landinu utan Reykjavíkurborgar. Áætlunin skal unnin í samstarfi við námsstjóra í nýbúafræðslu.
Námsstjórinn skal leggja fyrir Jöfnunarsjóð eigi síðar en 1. október ár hvert upplýsingar um þá nýbúa á grunnskólaaldri sem þurfa á sérstakri íslenskukennslu að halda og vitað er að njóta munu fræðslu næsta skólaár. Í upplýsingunum skal koma fram heimasveitarfélag nýbúans og upprunaland.
Á grundvelli þessara upplýsinga skal Jöfnunarsjóður greiða framlag beint til viðkomandi heimasveitarfélags næsta fjárhagsár. Framlagið skal vera 70.000 kr. á hvern nýbúa á ári miðað við einstaklingskennslu. Þar sem mögulegt er að mati námsstjórans að kenna saman fleiri nemendum lækkar framlagið á hvern nemanda um 7.000 kr. á ári vegna hvers viðbótarnemanda, en verður þó aldrei lægra en 35.000 kr. á nemanda.
Námsstjóri í nýbúafræðslu skal hafa aðsetur í Reykjavík samkvæmt sérstökum samningi milli Reykjavíkurborgar, Jöfnunarsjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Reykjavíkurborg greiðir laun námsstjórans og leggur honum til húsnæði og annan nauðsynlegan búnað en Jöfnunarsjóður greiðir hlutdeild í kostnaði af störfum hans, sbr. áðurnefndan samning.
Námsstjórinn skal leggja fyrir Jöfnunarsjóð fjárhagsáætlun embættis síns fyrir 1. desember ár hvert. Námsstjórinn skal einnig skila ársreikningi embættisins til Jöfnunarsjóðs, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar.
7. gr.
Skólabúðir að Reykjum.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal veita framlag til reksturs skólabúða að Reykjum í Hrútafirði. Framlagið skal ákveðið í samningi milli Jöfnunarsjóðs, Sambands íslenskra sveitarfélaga, menntamálaráðuneytisins og rekstraraðila skólabúðanna.
Framlagið skal greitt rekstraraðila með jöfnum mánaðarlegum greiðslum.
8. gr.
Börn vistuð af Barnaverndarstofu.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal veita Barnaverndarstofu framlag er nemur 4.500.000 kr. árlega vegna almennrar kennslu og sérkennslu þeirra barna sem vistuð eru utan lögheimilissveitarfélags af Barnaverndarstofu og stunda þar grunnskólanám. Fjárhæðin skal endurskoðuð árlega að fenginni reynslu. Jöfnunarsjóður skal ekki veita framlög vegna barna er lögheimili eiga í Reykjavíkurborg eða öðrum sveitarfélögum sem ekki fá jöfnunarframlög skv. 3. gr.
Barnaverndarstofa skal sjá um að greiða grunnskólakostnað vegna barna sem hún vistar. Reykjavíkurborg og þau sveitarfélög, sem ekki fá jöfnunarframlög skv. 3. gr., skulu greiða grunnskólakostnaðinn sjálf.
Jöfnunarsjóður skal sjá um að draga fjárhæð, er nemur kennslukostnaði viðkomandi nemenda, frá jöfnunarframlögum lögheimilissveitarfélags. Fjárhæðin skal byggjast á kennslumagnsþörf nemendanna samkvæmt upplýsingum Barnaverndarstofu sem Jöfnunarsjóður samþykkir. Ef kennslukostnaður, sem hér um ræðir, verður verulega íþyngjandi fyrir lögheimilissveitarfélag getur ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga ákveðið hámark þeirrar fjárhæðar sem dregin verður frá framlögum sveitarfélagsins.
Barnaverndarstofu er skylt að láta Jöfnunarsjóði í té upplýsingar um nemendur sem vistaðir hafa verið af henni og nauðsynlegar eru við framkvæmd ákvæða greinar þessarar.
9. gr.
Önnur framlög.
Jöfnunarsjóður skal taka frá fjármagn er nýtast skal til framlaga vegna ófyrirséðra tilvika við kennslu í grunnskólum. Til að sveitarfélag geti fengið framlag samkvæmt þessari grein verður það að hafa orðið fyrir kostnaði sem er verulega íþyngjandi.
Rekstraraðilar grunnskóla skulu sækja um framlög skv. 1. mgr. til Jöfnunarsjóðs og gera grein fyrir umfangi og aðstæðum.
Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga skal fjalla um hverja umsókn sérstaklega og ákveða hvort og þá hversu hátt framlag eðlilegt sé að veita. Komi til greiðslu framlags skal það renna til viðkomandi sveitarfélags/sveitarfélaga.
Í undantekningartilvikum er ráðgjafarnefnd heimilt að veita framlög til annarra en sveitarfélaga fyrir tímabundin verkefni er snerta grunnskóla á landsvísu. Ráðgjafarnefnd setur nánari vinnureglur um úthlutun slíkra framlaga.
10. gr.
Fylgiskjal.
Með reglugerð þessari birtist fylgiskjal með einstökum viðmiðunardæmum.
11. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 1998. Þá fellur jafnframt úr gildi reglugerð um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla, nr. 420/1996.
Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. skal hlutdeild Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga nema 0,75% af álagningarstofni útsvars vegna tekjuársins 1997.
II.
Þrátt fyrir ákvæði 11. gr. skal greiðsla framlags skv. B-lið 4. gr. innt af hendi vegna alls skólaársins 1997-1998, þ.e. mánuðina ágúst til júlí.
Félagsmálaráðuneytinu, 20. nóvember 1997.
Páll Pétursson.
Húnbogi Þorsteinsson.
Fylgiskjal
1. dæmi.
1. sýnidæmi.
Skóli A, 1.-7. b. Skóli B, 8.-10. b. Skóli C, 1.-7. b.
Nemendur úr skóla A og skóla C fara í skóla B. Litið skal á skóla A, B og C sem einn skóla.
2. sýnidæmi.
Skóli A, 1.-7. b. Skóli B, 1.-10. b. Skóli C, 8.-10. b.
Ef nemendur úr skóla A fara í eldri bekkina í skóla C skal líta á skóla A og C sem einn skóla. Ef nemendur úr skóla A fara í eldri bekkina í skóla B skal líta á alla skólana sem sjálfstæða.
2. dæmi.
1. sýnidæmi.
|
Nem.fj. |
Niðurstaða reiknilíkans |
s Hversu hærra í amanburði við sameinaðan skóla |
Leiðréttingar-stuðull 0,5 |
Vegið meðaltal |
Skóli A |
145 |
2,381 |
15,25% |
7,62% |
4,25% |
Skóli B |
115 |
2,775 |
34,32% |
17,16% |
7,59% |
|
|
|
|
|
11,84% |
Sameinaður skóli |
260 |
2,066 |
|
|
|
Stuðullinn vegna hagræðingar verður því: 1,1184
Niðurstaða úr reiknilíkani sameinaðs skóla verður því: 2,066 * 1,1184 = 2,311
2. sýnidæmi.
|
Nem.fj. |
Niðurstaða reiknilíkans |
Hversu hærra í samanburði við sameinaðan skóla |
Leiðréttingar-stuðull 0,5 |
Vegið meðaltal |
Skóli A |
520 |
1,787 |
11,55% |
1,15% |
0,65% |
Skóli B |
399 |
1,903 |
18,79% |
1,88% |
0,82% |
|
|
|
|
|
1,47% |
Sameinaður skóli |
919 |
1,602 |
|
|
|
Stuðullinn verður því: 1,0147
Niðurstaða úr reiknilíkani sameinaðs skóla verður því: 1,602 * 1,0147 = 1,626
Hvenær nota skal leiðréttingarstuðull 0,5 og hvenær 0,1
Ef nemendafjöldi allra þeirra skóla sem um ræðir er færri en 200 skal ávallt nota leiðréttingarstuðulinn 0,5.
Ef nemendafjöldi allra umræddra skóla er 200 eða fleiri skal nota leiðréttingarstuðulinn 0,1.
Ef nemendafjöldi einhvers eða einhverra skóla, sem hér um ræðir, er færri en 200 og nemendafjöldi hinna skólanna því 200 eða fleiri ræður samanlagður nemendafjöldi því hvorn leiðréttingarstuðulinn skal nota:
1. sýnidæmi.
Skóli A 180 nem.
Skóli B 235 nem.
Samtals 415 nem.
Viðmiðunarmörk: 200*2,1 = 420
Þar sem samanlagður nemendafjöldi er minni en viðmiðunarmörk skal nota leiðréttingarstuðulinn 0,5.
2. sýnidæmi.
Skóli A 150 nem.
Skóli B 150 nem.
Skóli C 340 nem.
Samtals 640 nem.
Viðmiðunarmörk: 200*3,15 = 630
Þar sem samanlagður nemendafjöldi er meiri en viðmiðunarmörk skal nota leiðréttingarstuðulinn 0,1.
3. dæmi.
Forsenda:
Meðalvikustundir m.v. skóla með 1.-10. b. eru: 314/10 = 31,40
1. sýnidæmi.
Grunnskóli með 1.-7. b. Þ Meðalvikustundir 209/7 = 29,86
Stuðull: 29,86/31,40 = 0,9510
2. sýnidæmi.
Grunnskóli með 1.-5. b. Þ Með