Félagsmálaráðuneyti

659/1995

Reglugerð um gatnagerðargjöld í Skógarhlíð, Glæsibæjarhreppi. - Brottfallin

Reglugerð

um gatnagerðargjöld í Skógarhlíð, Glæsibæjarhreppi.

1.gr.

           Hreppsnefnd er heimilt að leggja á gagnagerðargjöld á eignar- og leitulóðar í Skógarhlíð í Glæsibæjarhreppi eftir því sem nánar segir í þessari reglugerð.

2.gr.

            A-gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við að gera undirbyggða götu með vatns- og holræsalögnum og B-gjald vegna þátttöku lóðarhafa í því að setja bundið slitlag á ganga frá gangstétt.

3.gr.

            A- og B-gjald skal miða við ákveðinn hundraðshluta byggingarkostnaðar á rúmmetra eins og hann er talinn af Hagstofu Íslands svo sem hér segir:

 

A-gjald

B-gjald

Einbýlishús og tvíbýlishús

1,5%

2,5%

Raðhús

1,5%

2,0%

Fjölbýlishús

0,5%

1,2%

Bílskúrar

1,5%

2,5%

Verslunar-, skrifstofu- og þjónusuhúsnæði

1,5%

3,0%

Iðnaðarhús, vörugeymslur, atvinnuhúsnæði

1,5%

1,2%

Önnur hús

2,0%

1,6%

            Nú er ekki fyrir hendi samþykktur uppdráttur og skal þá miðað við stærð húss sem skipulag gerir ráð fyrir eða rúmmetrastærð eins og hún er talin af Fasteignamati ríkisins.

            Ávallt skal þó miða við eftirfarandi lágmarksstærðir:

Einbýlishús með tilheyrandi bílskúr

500 m3

Raðhús, tvíbýlishús, hver íbúð

400 m3

Fjölbýlishús, hver íbúð.

300 m3

            Í atvinnuhúsnæði skal við útreikning rúmmáls til gatnagerðargjalda miða við lofthæð 3,3 metra að innanmáli nema uppdráttur sýni annað.

            Framangreindar reglur gilda ef hús er stækkað að því er til stækkunar tekur.

4.gr.

            Hreppsnefnd er heimilt að lækka gjaldstuðla samkvæmt 3. gr., hvern fyrir sig eða alla í einu, um allt að 50% án frekari staðfestingar ráðneytisins.

5.gr.

            Heimilt er að lækka eða fella niður A-gatnagerðargjald á þeim húsum sem byggð voru áður en hreppsnefnd hóf skipulegar gatnagerðarframkvæmdir, ef eigendur þeirra þurftu að leggja í verulegan aukakostnað vegna þess.

6.gr.

            Noti lóðarhafi ekki veitta lóð skal hann eiga rétt á endurgreiðslu á greiddu gatnagerðargjaldi: Eftir 6 mánuði 50% og að fullu eftir 12 mánuði.

7.gr.

            Gjalddagar A-gjalda skulu vera sem hér segir: Við úthlutun greiðist 30%, eftir 6 mánuði 35% og eftir 12 mánuði 35%. Heimilt er þó að gefa út skuldabréf fyrir eftirstöðvum.

            B-gatnagerðargjald greiðist þannig að 20% greiðist þegar lagningu bundins slitlags er lokið, en eftirstöðvar með skuldabréfi og skal hreppsnefnd ákveða lánstíma, gjalddaga afborgana og vaxta, svo og vaxtaprósentu í samræmi við þau lán sem fást á hverjum tíma til viðkomandi framkvæmda.

8.gr.

            Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri sem það er lagt á og gengur það ásamt vöxtum fyrir öllum veðkröfum sem á eigninni hvíla og tekur til vátryggingarfjár eignarinnar. Aðför er heimil til fullnustu gjalda þessara skv. 9. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/1989.

            Samþykkt þessi sem saminer og samþykkt af hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps staðfestist hér með skv. lögum nr. 51/1974, sbr. lög nr. 31/1975, til þess að öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytið, 21. desember 1995.

F.h.r.

Húnbogi Þorsteinsson

Sesseslja Árnadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica