Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Félagsmálaráðuneyti

138/1993

Reglugerð um Fræðslusjóð brunamála. - Brottfallin

1 . gr.

Sjóðurinn heitir Fræðslusjóður brunamála.

2. gr.

Markmið sjóðsins er að veita slökkviliðsmönnum, eldvarnareftirlitsmönnum og öðrum þeim sem starfa að brunamálum styrki til náms á sviði brunamála.

Markmiði sjóðsins skal náð með styrkveitingum vegna framhaldsmenntunar, endur­menntunar, rannsókna og þróunarstarfa vegna brunavarna.

Sjóðurinn greiðir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarstyrki, styrki vegna námskeiða, aukaþóknun fyrir óvenju umfangsmikil verkefni, laun á námsleyfistíma og aðstoðar styrkhæfa umsækjendur til endurmenntunar eða á annan hátt samkvæmt ákvörðun stjórnar.

Stjórn sjóðsins er heimilt að standa fyrir námskeiðum vegna framhalds- og endurmennt­unar í brunavörnum.

 

3. gr.

Stjórn Brunamálastofnunar ríkisins fer með stjórn Fræðslusjóðs brunamála. Skipunar­tími sjóðsstjórnar er sá sami og kveðið er á um í 3. gr. 1. nr. 41/1992, um brunavarnir og brunamál.

 

4. gr.

Tekjur sjóðsins eru:

a.             Hlutfall brunavarnagjalds sem nema má allt að fimm hundraðshlutum á ári hverju. Ráðherra ákveður hlutfallið í upphafi hvers árs með bréfi til stjórnar Brunamálastofnun­ar.

b.            Vaxtatekjur og verðbætur. c. Aðrar tekjur.

Sjóðurinn skal ávaxtaður á þann hátt sem sjóðsstjórn telur hagkvæmast á hverjum tíma.

 

5. gr.

Styrkir úr sjóðnum skulu veittir á grundvelli umsókna. Stjórn sjóðsins skal á kveða upphæð styrkja, fjölda og úthlutunartímabil. Hún skal auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum í a.m.k. einu dagblaði. Henni er enn fremur heimilt að auglýsa eftir umsóknum í félagsblöðum þeirra sem styrkhæfir eru samkvæmt 2. gr.

 

6. gr.

Reikningsár sjóðsins skal vera almanaksárið. Reikningar skulu endurskoðaðir af löggilt­um endurskoðendum eða ríkisendurskoðun.

 

7. gr.

Árlega skal stjórn sjóðsins gera skýrslu þar sem gerð er grein fyrir fjárhag hans og starfsemi síðastliðið reikningsár. Skal skýrsla þessi send félagsmálaráherra og helstu samtök­um þeirra sem geta sótt um styrki úr sjóðnum.

 

8. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 24. gr. laga nr. 41/1992, um brunavarnir og brunamál, og öðlast þegar gildi.

 

Félagsmálaráðuneytið, 18. mars  1993.

 

Jóhanna Sigurðardóttir.

Þórhildur Líndal.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica